Erlent

Viðræður um vopnahlé í Egyptalandi

Guðjón Helgason skrifar
Ísraelsher að skjóta á skotmörk á suðurhluta Gaza.
Ísraelsher að skjóta á skotmörk á suðurhluta Gaza. MYND/AP

Samningamenn á vegum Hamas-samtakanna eru komnir til Kaíró í Egyptalandi til viðræðna um vopnahlé á Gaza. Ísraelsmenn hafa þegar sent fulltrúa til viðræðna um vopnahléstillögur Egypta og Frakka en ráðamenn í Kaíró sömdu við Ísraela og Hamas-liða um síðasta vopnahlé á svæðinu.

Ekkert lát var á loftárásum í nótt. Ísraelar vörpuðu sprengjum á um 40 skotmörk á Gaza á sama tíma og herskáir Palestínumenn skutu flugskeytum yfir landamærin á Suður-Ísrael. Til skotbardaga mun einnig hafa komið milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna á jörðu niðri. Ísraelsher mun þó ekki hafa sótt inn á þéttbýlustu svæðin á Gaza.

Hlé verður þó á bardögum í 3 klukkustundir í dag að sögn Ísraela þannig að Gazabúar geti orðið sér út um nauðsynjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×