Innlent

Var á bótum í fjóra mánuði - ekkert benti til endurkomubanns

Valur Grettisson skrifar
Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun.

Litháinn Algis Rucanskis var búinn að vera á atvinnuleysisbótum í fjóra mánuði þegar yfirvöld áttuðu sig á því að hann væri hér á landi þrátt fyrir endurkomubann. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunnar, þá sótti Algis um bætur í maí, mánuði eftir að hann rauf endurkomubannið.

Að sögn Gissurar þá benti ekkert til þess að Algis hefði verið í fimm ára endurkomubanni eftir að hafa verið dæmdur fyrir hrottalega líkamsárás á lögregluþjóna fyrir ári síðan.

Algis var dæmdur í 70 daga fangelsi í dag fyrir að rjúfa endurkomubannið.

Honum hafði verið vísað úr landi þann 9. janúar síðastliðinn. Það var fyrir tilviljun sem hann fannst hér á landi í október. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið hér á landi síðan í apríl.

Búið er að taka Algis af atvinnuleysisskrá. Samkvæmt forstjóra Vinnumálastofnunnar þá benti ekkert til þess að hann væri hér á landi í leyfisleysi. Hann var í þjóðskrá og með tilskylda pappíra til þess að láta reyna á rétt sinn eins og hver annar umsækjandi.


Tengdar fréttir

Lithái í gæsluvarðhaldi: Vildi bara hitta nýfædda dóttur sína

Algis Rucinskas 27 ára gamall Lithái ætlaði að hitta nýfædda dóttur sína hér á landi þegar hann var handtekinn í Leifsstöð í vikunni. Með komu sinni rauf Algis endurkomubann sem hann var dæmdur í fyrir árás á lögreglumann á síðasta ári og situr nú í gæsluvarðhaldi. Átján ára gömul kærasta Algis segist vilja komast til Þýskalands með kærasta sínum og dóttur sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×