Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur 11. nóvember 2009 06:00 Ingibjörg telur að upplýsa hefði átt þegar um málefni fjármálastjóra, en 3,2 milljónir króna voru teknar af korti KSÍ á nektarstað í Sviss. Hún kallar eftir siðareglum. fréttablaðið/vilhelm Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. „Mér finnst þetta mál ömurlegt í heild sinni og mér var verulega brugðið þegar ég heyrði fyrst af því í fjölmiðlum á fimmtudag. Ég þekkti Pálma [fjármálastjórann] ekki af öðru en að vera æruverðugur og heiðarlegur maður. Sú leið sem var farin var ekki sú sem ég hefði kosið fyrst. Ég hefði kosið að stjórnin hefði verið kölluð saman og upplýst og málið rætt.“ Ingibjörg segir að málið sé KSÍ ekki til sóma og það skaði knattspyrnu á Íslandi. Setja verði siðareglur fyrir sambandið. „Það hefði mátt vera ákvörðun fyrrum framkvæmdastjóra og núverandi formanns að setja slíkar siðareglur. Það tækifæri nýtti hann því miður ekki. Ég held að það sé rangt að fara í felur með svona mál. Það er heiðarlegast að hafa allt uppi á borðinu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að stjórnin muni fara yfir erindi menntamálaráðherra, en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær, hefur Katrín Jakobsdóttir krafist skýringa frá sambandinu. Málið verði rætt í stjórn sambandsins 19. nóvember. Hann hafi ekki enn kynnt sér dóminn sem féll í Sviss en hann muni gera það. Ingibjörg hafði ekki heyrt af stjórnarfundinum þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Mér finnst málið nú komið í ógöngur og veit ekki hvaða skref eru best í því. Við í stjórninni þurfum að taka þau skref í sameiningu.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. „Mér finnst þetta mál ömurlegt í heild sinni og mér var verulega brugðið þegar ég heyrði fyrst af því í fjölmiðlum á fimmtudag. Ég þekkti Pálma [fjármálastjórann] ekki af öðru en að vera æruverðugur og heiðarlegur maður. Sú leið sem var farin var ekki sú sem ég hefði kosið fyrst. Ég hefði kosið að stjórnin hefði verið kölluð saman og upplýst og málið rætt.“ Ingibjörg segir að málið sé KSÍ ekki til sóma og það skaði knattspyrnu á Íslandi. Setja verði siðareglur fyrir sambandið. „Það hefði mátt vera ákvörðun fyrrum framkvæmdastjóra og núverandi formanns að setja slíkar siðareglur. Það tækifæri nýtti hann því miður ekki. Ég held að það sé rangt að fara í felur með svona mál. Það er heiðarlegast að hafa allt uppi á borðinu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að stjórnin muni fara yfir erindi menntamálaráðherra, en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær, hefur Katrín Jakobsdóttir krafist skýringa frá sambandinu. Málið verði rætt í stjórn sambandsins 19. nóvember. Hann hafi ekki enn kynnt sér dóminn sem féll í Sviss en hann muni gera það. Ingibjörg hafði ekki heyrt af stjórnarfundinum þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Mér finnst málið nú komið í ógöngur og veit ekki hvaða skref eru best í því. Við í stjórninni þurfum að taka þau skref í sameiningu.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira