„Hvar er Tónlistarhúsið?“ 13. október 2009 14:59 Pétur H. Blöndal „Eftir því sem ég best veit þá er það að rísa niðri við höfnina," svaraði Steingrímur J. Sigfússon þegar Pétur H. Blöndal þingmaður benti á að hvergi væri minnst á Tónlistarhúsið í fjárlögum eða fjáraukalögum. Umræða um fjáraukalög fer nú fram á Alþingi. Pétur sagði að það ætti að vera inni í fjáraukalögum líkt og Icesavesamkomulagið. „Hvar er Tónlistarhúsið í þessu plaggi? Það hefur verið ákveðið að byggja áfram tónlistarhús og eyða í það dýrmætum gjaldeyri og flytja inn erlenda verkamenn, þetta skapar ekki einu sinni atvinnu. Dettur það bara ofan af himnum eða ætlar enginn að borga fyrir það?," spurði Pétur. Eftir snaggaralegt svar fjármálaráðherra sagði Pétur það einmitt vera málið. „Tónlistarhúsið er að rísa og það sjá það allir en enginn virðist ætla að borga fyrir það. Það er ekki orð um þetta í fjárlögum né fjáraukalögum. Það er verið að plata skattgreiðendur framtíðarinnar og það er bannað," sagði Pétur sem ætlar að leggja það til að Tónlistarhúsið, Icesave og fleiri skuldbindingar verði sett inn. „Og það eru fleiri faldir og duldir hlutir sem koma hvergi fram." Steingrímur kom síðan aftur upp og sagðist alls ekki hafa ætlað að gera lítið úr málinu með gamansemi. Hann sagði að samningar milli ríkis og borgar varðandi Tónlistarhúsið hefðu verið frágengnir frá tíð fyrri ríkisstjórnar. „Það var mat aðila fyrr í vetur að það myndi afstýra ennþá meiri hörmungum að klára verkið en að hætta í miðjum klíðum. Einnig áttu sér stað umtalsverðar afskriftir á föstum kostnaði, þannig að verkið fór aftur af stað á nýjum grunni." Steingrímur sagði það síðan aðra umræðu hvort verkefni sem þessi ættu að vera inni á fjáraukalögum. „Auðvitað er markmiði samt að allt slíkt liggi fyrir og sé uppi á borðum." Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
„Eftir því sem ég best veit þá er það að rísa niðri við höfnina," svaraði Steingrímur J. Sigfússon þegar Pétur H. Blöndal þingmaður benti á að hvergi væri minnst á Tónlistarhúsið í fjárlögum eða fjáraukalögum. Umræða um fjáraukalög fer nú fram á Alþingi. Pétur sagði að það ætti að vera inni í fjáraukalögum líkt og Icesavesamkomulagið. „Hvar er Tónlistarhúsið í þessu plaggi? Það hefur verið ákveðið að byggja áfram tónlistarhús og eyða í það dýrmætum gjaldeyri og flytja inn erlenda verkamenn, þetta skapar ekki einu sinni atvinnu. Dettur það bara ofan af himnum eða ætlar enginn að borga fyrir það?," spurði Pétur. Eftir snaggaralegt svar fjármálaráðherra sagði Pétur það einmitt vera málið. „Tónlistarhúsið er að rísa og það sjá það allir en enginn virðist ætla að borga fyrir það. Það er ekki orð um þetta í fjárlögum né fjáraukalögum. Það er verið að plata skattgreiðendur framtíðarinnar og það er bannað," sagði Pétur sem ætlar að leggja það til að Tónlistarhúsið, Icesave og fleiri skuldbindingar verði sett inn. „Og það eru fleiri faldir og duldir hlutir sem koma hvergi fram." Steingrímur kom síðan aftur upp og sagðist alls ekki hafa ætlað að gera lítið úr málinu með gamansemi. Hann sagði að samningar milli ríkis og borgar varðandi Tónlistarhúsið hefðu verið frágengnir frá tíð fyrri ríkisstjórnar. „Það var mat aðila fyrr í vetur að það myndi afstýra ennþá meiri hörmungum að klára verkið en að hætta í miðjum klíðum. Einnig áttu sér stað umtalsverðar afskriftir á föstum kostnaði, þannig að verkið fór aftur af stað á nýjum grunni." Steingrímur sagði það síðan aðra umræðu hvort verkefni sem þessi ættu að vera inni á fjáraukalögum. „Auðvitað er markmiði samt að allt slíkt liggi fyrir og sé uppi á borðum."
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira