Erlent

Framtíð Internetfyrirtækja ógnað

Rekstur YouTube gengur vel ef marka má frétt Guardian. Mynd/ AFP.
Rekstur YouTube gengur vel ef marka má frétt Guardian. Mynd/ AFP.

Orkuþörf internetsins ógnar framtíð margra internetfyrirtækja eins og Google, eftir því sem vísindamenn og stjórnendur Internetfyrirtækja fullyrða.

Breska blaðið Guardian hefur það eftir heimildarmönnum sínum að mörg internetfyrirtæki, sem hýsa vefsíður, myndskeið og skjöl, berjist í bökkum vegna orkukostnaðar. Þetta gæti jafnvel orðið til þess að ógna framtíð Internetsins.

„Í veröld með takmarkaða orku er ekki hægt að stækka fótspor Internetsins...Við verðum að draga úr orkuneyslunni," sagði Subodh Bapat, varaforstjóri Sun Microsystems, eins stærsta framleiðanda netþjóna í heiminum.

Bapat sagði að netþjónar og gagnagrunnar sem geymi upplýsingar sem fáanlegar eru á netinu verði sífellt dýrari, en hagnaður verði minni vegna samdráttar í efnahagslífinu. „Við þurfum fleiri gagnagrunna, við þurfum fleiri netþjóna. Hver nýr netþjónn þarf fleiri watt en eldri útgáfur og hvert watt kostar sífellt meira," sagði Bapat

Fræðimenn telja að orkuþörf Internetsins aukist um 10% á hverju ári. Þetta valdi mörgum Internetfyrirtækjum vandræðum. Orkukostnaður eykst vegna vinsælda fyrirtækjanna, en auglýsingatekjur dragast saman vegna samdráttar í efnahagslífinu.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem er í vanda er YouTube, sem er í dag þriðja stærsta vefssvæði í heiminum. Google, sem er eigandi YouTube, niðurgreiðir rekstur þess eins og staðan er í dag. Þótt leynd ríki um rekstrartölur YouTube bendir nýleg útttekt Credit Suisse til þess að tap á því verði um 470 milljónir bandaríkjadala í ár.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×