Sagður fullur að halda framhjá 6. september 2009 15:19 Björgvin G. Sigurðsson Björgvin G. Sigurðsson þingmaður skrifar áhugaverða grein á bloggsíðu sína í dag þar sem hann veltir fyrir sér níð í skjóli nafnleysis. Björgvin veltir fyrir sér hver það sé sem beri ábyrgð á slíkum níð. Hann tekur nokkuð nýlegt dæmi sem snertir hans persónu en stofnaður var þráður á síðunni er.is fyrir skömmu þar sem því var logið blákalt upp á Björgvin að hann hefði verið drukkinn á skemmtistað og á kvennafari að auki. Semsagt; „fullur að halda framhjá," eins og hann orðar það. Björgvin telur að sá sem haldi úti síðum þar sem nafnlaus óhróður og lygi eru borin á borð beri ábyrgðina. „Það eru þeir sem leggja rörið fyrir óþverrann og skrúfa frá." Björgvin segir að þetta þurfi að skýra og lögunum að breyta. Einnig segir hann frá því að síðastliðinn vetur hafi því kerfisbundið verið logið upp á sig í gegnum net og tölvupósta að hann hefði fengið afskrifaðar skuldir í bönkum. „Hrein lygi sem gekk svo langt að ég skrifaði um það grein í Moggann og hér á Pressuna til að bera af mér sakir og fékk minn viðskiptabanka til að votta sannleikann. En tilgangnum með rógnum var náð. Upp á mig stóð að bera af mér róginn eftir að hann hafði grafið undan mannorði mínu og trúverðugleika sem stjórnmálamanns og eitrað allt mitt líf." Björgvin segir að framhjáhaldssagan hafi gengið svo langt að Séð og heyrt hafi farið í málið. Sagan var send á ristjórnina, listavel skrifuð að hans mati. „Þá búið að barna söguna og tiltekinn staður nefndur og dróttað að skilnaði hins sex barna föðurs. Blaðið var svo vinsamlegt að senda mér afrit af rógburðinum og þá fyrst varð mér ljóst að um mig væri setið af dæmalausri hörku. Auðvitað leiðrétti ég lygina við blaðið og bað þá í öllum bænum að hafa samband við skemmtistaðinn og fá sannleikan staðfestann." Björgvin segir svo í lok færslunnar að verði það niðurstaðan að það sé löglegt og siðlegt að fólk níðist nafnlaust og án ábyrgðar á fólki á netinu, skuli það allavega liggja fyrir hver beri ábyrgðina og hvert hana skal sækja þegar um ærumeiðingar er að ræða. „Ekki verður hún sótt til nafnlausa hugleysingjans í það minnsta." Bloggfærslan í heild sinni. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson þingmaður skrifar áhugaverða grein á bloggsíðu sína í dag þar sem hann veltir fyrir sér níð í skjóli nafnleysis. Björgvin veltir fyrir sér hver það sé sem beri ábyrgð á slíkum níð. Hann tekur nokkuð nýlegt dæmi sem snertir hans persónu en stofnaður var þráður á síðunni er.is fyrir skömmu þar sem því var logið blákalt upp á Björgvin að hann hefði verið drukkinn á skemmtistað og á kvennafari að auki. Semsagt; „fullur að halda framhjá," eins og hann orðar það. Björgvin telur að sá sem haldi úti síðum þar sem nafnlaus óhróður og lygi eru borin á borð beri ábyrgðina. „Það eru þeir sem leggja rörið fyrir óþverrann og skrúfa frá." Björgvin segir að þetta þurfi að skýra og lögunum að breyta. Einnig segir hann frá því að síðastliðinn vetur hafi því kerfisbundið verið logið upp á sig í gegnum net og tölvupósta að hann hefði fengið afskrifaðar skuldir í bönkum. „Hrein lygi sem gekk svo langt að ég skrifaði um það grein í Moggann og hér á Pressuna til að bera af mér sakir og fékk minn viðskiptabanka til að votta sannleikann. En tilgangnum með rógnum var náð. Upp á mig stóð að bera af mér róginn eftir að hann hafði grafið undan mannorði mínu og trúverðugleika sem stjórnmálamanns og eitrað allt mitt líf." Björgvin segir að framhjáhaldssagan hafi gengið svo langt að Séð og heyrt hafi farið í málið. Sagan var send á ristjórnina, listavel skrifuð að hans mati. „Þá búið að barna söguna og tiltekinn staður nefndur og dróttað að skilnaði hins sex barna föðurs. Blaðið var svo vinsamlegt að senda mér afrit af rógburðinum og þá fyrst varð mér ljóst að um mig væri setið af dæmalausri hörku. Auðvitað leiðrétti ég lygina við blaðið og bað þá í öllum bænum að hafa samband við skemmtistaðinn og fá sannleikan staðfestann." Björgvin segir svo í lok færslunnar að verði það niðurstaðan að það sé löglegt og siðlegt að fólk níðist nafnlaust og án ábyrgðar á fólki á netinu, skuli það allavega liggja fyrir hver beri ábyrgðina og hvert hana skal sækja þegar um ærumeiðingar er að ræða. „Ekki verður hún sótt til nafnlausa hugleysingjans í það minnsta." Bloggfærslan í heild sinni.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira