Nýlegur Range Rover jeppi eyðilagðist í eldi í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang um klukkan hálf þrjú, logaði glatt í bílnum, sem stóð fyrir utan íbúðarhús á Laufásvegi, en húsið var ekki í hættu.

Slökkvistarf gekk vel, en ekki er vitað um upptök eldsins.