Hefur þurft að handtaka grunaða 30. maí 2009 07:00 Ekki hafa verið gerðar húsleitir utan Íslands vegna kaupa sjeiks frá Katar á bréfum í Kaupþingi, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.Fréttablaðið/Daníel Sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hefur þurft að handtaka menn sem grunaðir eru í rannsóknum tengdum bankahruninu. Ekki fæst uppgefið hverja þurfti að handtaka, eða hvers vegna. Hinum handteknu var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Embættið er með yfir tuttugu mál til rannsóknar. „Við höfum mjög sparlega notað handtökuúrræðið, en við höfum þurft að nota það," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Hann segir handtökur, húsleitir og fleira verkfæri lögreglu, og ekki sé óeðlilegt að beita þurfi þeim verkfærum við rannsókn efnahagsbrotamála eins og annarra mála. Spurður hvernig gangurinn sé í rannsóknum embættisins segir Ólafur að nokkur mál séu ágætlega sett, en önnur séu styttra á veg komin. Ekki sé hægt að tímasetja hvenær niðurstöður fáist. Ólafur vildi í gær ekki upplýsa hvort embættið hefði yfirheyrt Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, sem keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna, eða aðra sem tengdust því máli. Þar er talið að um sýndargjörning hafi verið að ræða til að hafa áhrif á verð hlutabréfa í Kaupþingi. Gerðar voru tíu húsleitir vegna þess máls hér á landi nýverið. Ólafur staðfesti að engar húsleitir hefðu verið gerðar vegna málins á starfsstöðvum og heimilum manna því tengdra erlendis. „En við höfum ekki sagt að við séum hættir að leita."- bj Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hefur þurft að handtaka menn sem grunaðir eru í rannsóknum tengdum bankahruninu. Ekki fæst uppgefið hverja þurfti að handtaka, eða hvers vegna. Hinum handteknu var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Embættið er með yfir tuttugu mál til rannsóknar. „Við höfum mjög sparlega notað handtökuúrræðið, en við höfum þurft að nota það," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins. Hann segir handtökur, húsleitir og fleira verkfæri lögreglu, og ekki sé óeðlilegt að beita þurfi þeim verkfærum við rannsókn efnahagsbrotamála eins og annarra mála. Spurður hvernig gangurinn sé í rannsóknum embættisins segir Ólafur að nokkur mál séu ágætlega sett, en önnur séu styttra á veg komin. Ekki sé hægt að tímasetja hvenær niðurstöður fáist. Ólafur vildi í gær ekki upplýsa hvort embættið hefði yfirheyrt Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, sem keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir 25 milljarða króna, eða aðra sem tengdust því máli. Þar er talið að um sýndargjörning hafi verið að ræða til að hafa áhrif á verð hlutabréfa í Kaupþingi. Gerðar voru tíu húsleitir vegna þess máls hér á landi nýverið. Ólafur staðfesti að engar húsleitir hefðu verið gerðar vegna málins á starfsstöðvum og heimilum manna því tengdra erlendis. „En við höfum ekki sagt að við séum hættir að leita."- bj
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira