Innlent

Framhaldið í höndum Bjarna - ekki næst í Sigurjón eða Halldór

Frá þingflokksfundi sjálfstæðismanna. Úr myndasafni.
Frá þingflokksfundi sjálfstæðismanna. Úr myndasafni.
Engar ákvarðanir voru teknar á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í gærkvöldi. Þingmenn samþykktu að framhald málsins yrði í höndum Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins.

Bjarni sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði fengið væri það annar bankastjóri Landsbankans sem tók ákvörðunina um styrkveitinguna en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum.

Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans.








Tengdar fréttir

Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir.

Kjartan vissi um styrkina

Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×