Raforku Sunnlendinga ekki hleypt til Suðurnesja 10. mars 2009 19:45 Ólafur Áki Ragnarsson. Sveitarfélagið Ölfus hefur óvænt sett áform um Helguvíkurálver í uppnám og leggst nú alfarið gegn því að háspennulína verði lögð frá Hellisheiðarvirkjun til Suðurnesja. Sveitarfélagið vill frekar að orkan verði notuð til uppbyggingar í Þorlákshöfn.Sveitarfélagið Ölfus hefur um árabil boðið iðnaðarlóðir við Þorlákshöfn undir stóriðju og átt í viðræðum við hin ýmsu fyrirtæki, en án þess að nokkuð hafi verið byggt upp.Ölfusingar sjá nú álver rísa í Helguvík en rafmagnið þangað á að hluta að koma frá virkjunum í þeirra eigin sveitarfélagi á Hellisheiði. Þeir orkuflutningar kalla á lagningu nýrrar háspennulínu frá Henglinum til Helguvíkur, en sú lína mun liggja innan sveitarfélagamarka Ölfuss á kafla milli Kolviðarhóls og Sandskeiðs.Raflína verður hins vegar ekki lögð án leyfis viðkomandi sveitarfélags og bæjarstjórn Ölfuss hefur nú samþykkt að leggjast gegn línunni. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri segir að ástæðan sé fyrst og fremst atvinnumál. Hann telur að línan til Helguvíkur verði banabiti áforma um orkufrekan iðnað á Suðurlandi enda opnist með henni möguleikar til að flytja alla raforku Þjórsárvirkjana til Suðurnesja.Hann telur að kostnaður Landsnets við Suðurnesjalínu verði það mikill að ekki verði svigrúm til að leggja jafnframt línu frá Hellisheiði til Þorlákshafnar. Þetta muni leiða til þess að öll atvinnuppbygging verði á Suðurnesjum, álver, netþjónabú og sólarkísilverksmiðja, á sama tíma og Suðurland verði afskipt þar sem 900 manns séu nú atvinnulausir. Sveitarfélagið Ölfuss leggist því gegn því að orka frá virkjunum á Hellisheiði fari til Suðurnesja.Aðspurður hvort þetta geti ekki kallast fjárkúgun, segir Ólafur Áki svo ekki vera, - þetta sé þeirra aðgerð til að orkan nýtist til atvinnuppbyggingar í heimabyggð. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus hefur óvænt sett áform um Helguvíkurálver í uppnám og leggst nú alfarið gegn því að háspennulína verði lögð frá Hellisheiðarvirkjun til Suðurnesja. Sveitarfélagið vill frekar að orkan verði notuð til uppbyggingar í Þorlákshöfn.Sveitarfélagið Ölfus hefur um árabil boðið iðnaðarlóðir við Þorlákshöfn undir stóriðju og átt í viðræðum við hin ýmsu fyrirtæki, en án þess að nokkuð hafi verið byggt upp.Ölfusingar sjá nú álver rísa í Helguvík en rafmagnið þangað á að hluta að koma frá virkjunum í þeirra eigin sveitarfélagi á Hellisheiði. Þeir orkuflutningar kalla á lagningu nýrrar háspennulínu frá Henglinum til Helguvíkur, en sú lína mun liggja innan sveitarfélagamarka Ölfuss á kafla milli Kolviðarhóls og Sandskeiðs.Raflína verður hins vegar ekki lögð án leyfis viðkomandi sveitarfélags og bæjarstjórn Ölfuss hefur nú samþykkt að leggjast gegn línunni. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri segir að ástæðan sé fyrst og fremst atvinnumál. Hann telur að línan til Helguvíkur verði banabiti áforma um orkufrekan iðnað á Suðurlandi enda opnist með henni möguleikar til að flytja alla raforku Þjórsárvirkjana til Suðurnesja.Hann telur að kostnaður Landsnets við Suðurnesjalínu verði það mikill að ekki verði svigrúm til að leggja jafnframt línu frá Hellisheiði til Þorlákshafnar. Þetta muni leiða til þess að öll atvinnuppbygging verði á Suðurnesjum, álver, netþjónabú og sólarkísilverksmiðja, á sama tíma og Suðurland verði afskipt þar sem 900 manns séu nú atvinnulausir. Sveitarfélagið Ölfuss leggist því gegn því að orka frá virkjunum á Hellisheiði fari til Suðurnesja.Aðspurður hvort þetta geti ekki kallast fjárkúgun, segir Ólafur Áki svo ekki vera, - þetta sé þeirra aðgerð til að orkan nýtist til atvinnuppbyggingar í heimabyggð.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira