Svíður að stjórnvöld styðji ekki lögreglu 15. ágúst 2009 09:00 Mikið mæddi á lögreglumönnum í búsáhaldabyltingunni. Nú hefur talsverður fjöldi lögreglumanna hætt þátttöku í óeirðasveit lögreglu. Mynd/Anton „Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglukonu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagnrýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði," segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku." Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjöldastjórnunarhópi, óeirðasveit lögreglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátttöku, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fagmanna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregluna, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lögreglunni vegna ónógra fjárveitinga. Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélaginu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjárhagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér […] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabyltingar" í haust eða vetur," segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrirmælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verkefnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglukonu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagnrýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði," segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku." Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjöldastjórnunarhópi, óeirðasveit lögreglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátttöku, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fagmanna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregluna, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lögreglunni vegna ónógra fjárveitinga. Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélaginu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjárhagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér […] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabyltingar" í haust eða vetur," segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrirmælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verkefnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira