„Það verður að yfirheyra þá sem grunaðir eru um efnahagsbrot í tengslum við hrun efnahagslífsins.“
Þetta segir Mats Josefsson, sænskur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um endurreisn bankakerfisins. Hann bendir á að fimm hundruð einstaklingar hafi verið ákærðir í kjölfar bankahrunsins í Svíþjóð á tíunda áratug síðustu aldar. Þótt erfitt sé að sanna nokkuð á hina grunuðu í tengslum við svo stórfellt bankahrun þá sé nauðsynlegt að kalla þá á teppið.
Mats undrast hvað þingheimur er lengi að koma sér saman um að setja á laggirnar eignaumsýslufélag og hvað mat á efnahagsreikningi bankanna hefur tekið langan tíma. Hann segir mikilvægt að allt sé uppi á borðinu við endurskipulagningu bankanna og björgun fyrirtækja landsins.
Hann segir almenning skiljanlega reiðan þegar efnahagslífið fari á hliðina, engu skipti hvar í heiminum það gerist - jab /