Þetta gerðist í lokaumferð Pepsi-deildar karla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2009 21:56 Björgólfur Takefusa varð markakóngur Pepsi-deildar karla með sextán mörk. Mynd/Stefán Lokaumferðin í Pepsi-deild karla fór fram í dag og var nóg um að vera þó svo að það hafi verið lítil spenna um sæti í deildinni. Eins og flestir vita tryggðu FH-ingar sér titilinn um síðustu helgi. Þá voru Þróttur og Fjölnir þegar fallin og KR og Fylkir búin að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. FH tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir tekur hér saman helstu atburði dagsins á einum stað:Fram - Þróttur 0-1 Sam Malsom kom Þrótti upp úr neðsta sæti deildarinnar með því að skora eina markið í annars bragðdaufum leik gegn Fram. Framarar náðu engu að síður að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið er með betra markahlutfall en Breiðblik. Bæði lið fengu 34 stig í sumar. Eftir leikinn sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Vísi að hann myndi ekki halda áfram sem þjálfari liðsins. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, hvíldi þá leikmenn sem voru á gulu spjaldi fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki um næstu helgi.Umfjöllun: Þróttur kvaddi með sigri í arfadöprum leikÞorsteinn hættur með ÞróttaraValur - KR 2-5 Björgólfur Takefusa tryggði sér gullskóinn í Pepsi-deild karla með því að skora öll fimm mörk sinna manna í KR gegn Valsmönnum. Björgólfur vantaði þrjú mörk til að jafna Atla Viðar Björnsson, leikmann FH, sem skoraði ekki í 1-1 jafntefli FH og Fylkis. Þó vakti það einnig athygli þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson, varamaður Valsmanna, lét heldur til sín taka á þriggja mínútna kafla. Fyrstu mínútuna fékk hann áminningu, þá næstu skoraði hann annað mark Vals í leiknum og á þeirri þriðju náði hann sér í annað gult spjald og þar með rautt. Þar með lauk tímabili sem Valsmenn vilja sjálfsagt gleyma sem fyrst. Liðinu tókst að vinna einn leik í síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni eða síðan að liðið vann einmitt KR vestur í bæ, 4-3. Það var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Atla Eðvaldssonar. KR-ingar hafa hins vegar verið á fljúgandi siglingu og unnu sex síðustu leiki sína og níu af síðustu tíu - eða síðan liðið tapaði fyrir Val í áðurnefndum leik liðanna.Umfjöllun: Björgólfur tryggði sér gullskóinn með fimmu á móti ValBjörgólfur: Einn eftirminnilegasti dagurinn á ævinniHelgi Sig: Allra erfiðasta tímabilið á ferlinumKeflavík - ÍBV 6-1 Keflvíkingar tókst að vísu ekki að vinna leik á útivelli í allt sumar en þeir sýndu í dag að þeir eru illviðráðanlegir á heimavelli. ÍBV fékk að kenna á því. Engu liði tókst að vinna fleiri heimaleiki en Keflavík í sumar en bæði Keflavík og FH unnu átta af ellefu heimaleikjum sínum. Keflvíkingar geta einnig huggað sig við það að ekkert lið fékk færri mörk á sig á heimavelli í sumar en þau voru alls tíu talsins. FH-ingar fengu fjórtán á sig á heimavelli í sumar. Keflavík náði þrátt fyrir allt sjötta sæti deildarinnar og var ekki nema einu stigi á eftir Fram og Breiðablik. ÍBV varð í tíunda sæti og eru Eyjamenn sjálfsagt því fegnir að halda sæti sínu í deildinni, fyrst og fremst. Óvissa er um framhald Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur, en hann sagði að framtíð hans myndi ráðast í næstu viku.Umfjöllun: Keflavík rúllaði yfir ÍBVHeimir Hallgrímsson: Meira jákvætt en neikvætt í sumarKristján Guðmundsson: Get enn mótiverað liðiðFylkir - FH 1-1 Íslandsmeistararnir léku lokaleik sinn í Árbænum, rétt eins og í fyrra, en voru nú búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Eins og í öðrum leikjum setti veðrið sterkan svip á leikinn sem var þó merkilega góður, þrátt fyrir allt. Ólafur Ingi Stígsson lék sinn síðasta leik með Fylkismönnum í dag og var heiðraður fyrir framlag sitt til félagsins.Umfjöllun: Jafntefli í veðurofsaÓlafur Ingi: Skrýtin tilfinningÓlafur: Hefðum átt að vinnaHeimir: Nokkuð sátturBreiðablik - Grindavík 3-0 Breiðablik virðist vera í góðum málum fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Fram um næstu helgi og vann öruggan 3-0 sigur á Grindavík í dag. Liðið vann alls sex af síðustu átta leikjum sínum í deildinni og tapaði aðeins einum - fyrir FH í Kaplakrika. Grindavík hefur hins vegar ekki unnið leik síðan liðið vann frækinn sigur á FH í Kaplakrika þann 22. ágúst síðastliðinn. Sumarsins hjá Grindavík verður þó fyrst og fremst minnst fyrir þá staðreynd að fresta þurfti mörgum leikjum liðsins þar sem flestir leikmenn liðsins lögðust í rúmið með svínaflensu um mitt sumar.Umfjöllun: Öruggur sigur hjá Blikum í hávaðarokiKostic: Ég vil halda áfram hjá GrindavíkÓlafur: Menn bognuðu í sumar en brotnuðu aldreiStjarnan - Fjölnir 1-1 Gunnar Már Guðmundsson lék sinn síðasta leik með Fjölni í dag og hélt upp á það með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Gunnar Már er líklega á leið í Fjölni. Þá tilkynnti Fjölnismaðurinn Jónas Grani Garðarsson eftir leik að hann væri sennilega hættur. Hið sókndjarfa lið Stjörnunnar tókst ekki að innbyrða sigur í síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Síðast vann Stjarnan 5-1 sigur á Þrótti á heimavelli en sá leikur var háður þann 23. júlí síðastliðinn. Stjarnan skoraði alls 45 mörk í sumar og aðeins FH og KR skoruðu fleiri mörk í sumar. Í níu síðustu leikjum sínum skoraði Stjarnan alls tólf mörk en fékk á sig 24.Umfjöllun: Jafnt í GarðabæJónas Grani hætturBjarni Jó: Flott fyrri umferð bjargaði okkurGunnar Már: Þetta var kveðjuleikurinn minnLokastaðan í Pepsi-deildinni Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Lokaumferðin í Pepsi-deild karla fór fram í dag og var nóg um að vera þó svo að það hafi verið lítil spenna um sæti í deildinni. Eins og flestir vita tryggðu FH-ingar sér titilinn um síðustu helgi. Þá voru Þróttur og Fjölnir þegar fallin og KR og Fylkir búin að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar á næstu leiktíð. FH tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir tekur hér saman helstu atburði dagsins á einum stað:Fram - Þróttur 0-1 Sam Malsom kom Þrótti upp úr neðsta sæti deildarinnar með því að skora eina markið í annars bragðdaufum leik gegn Fram. Framarar náðu engu að síður að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar þar sem liðið er með betra markahlutfall en Breiðblik. Bæði lið fengu 34 stig í sumar. Eftir leikinn sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Vísi að hann myndi ekki halda áfram sem þjálfari liðsins. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, hvíldi þá leikmenn sem voru á gulu spjaldi fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki um næstu helgi.Umfjöllun: Þróttur kvaddi með sigri í arfadöprum leikÞorsteinn hættur með ÞróttaraValur - KR 2-5 Björgólfur Takefusa tryggði sér gullskóinn í Pepsi-deild karla með því að skora öll fimm mörk sinna manna í KR gegn Valsmönnum. Björgólfur vantaði þrjú mörk til að jafna Atla Viðar Björnsson, leikmann FH, sem skoraði ekki í 1-1 jafntefli FH og Fylkis. Þó vakti það einnig athygli þegar Guðmundur Steinn Hafsteinsson, varamaður Valsmanna, lét heldur til sín taka á þriggja mínútna kafla. Fyrstu mínútuna fékk hann áminningu, þá næstu skoraði hann annað mark Vals í leiknum og á þeirri þriðju náði hann sér í annað gult spjald og þar með rautt. Þar með lauk tímabili sem Valsmenn vilja sjálfsagt gleyma sem fyrst. Liðinu tókst að vinna einn leik í síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni eða síðan að liðið vann einmitt KR vestur í bæ, 4-3. Það var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Atla Eðvaldssonar. KR-ingar hafa hins vegar verið á fljúgandi siglingu og unnu sex síðustu leiki sína og níu af síðustu tíu - eða síðan liðið tapaði fyrir Val í áðurnefndum leik liðanna.Umfjöllun: Björgólfur tryggði sér gullskóinn með fimmu á móti ValBjörgólfur: Einn eftirminnilegasti dagurinn á ævinniHelgi Sig: Allra erfiðasta tímabilið á ferlinumKeflavík - ÍBV 6-1 Keflvíkingar tókst að vísu ekki að vinna leik á útivelli í allt sumar en þeir sýndu í dag að þeir eru illviðráðanlegir á heimavelli. ÍBV fékk að kenna á því. Engu liði tókst að vinna fleiri heimaleiki en Keflavík í sumar en bæði Keflavík og FH unnu átta af ellefu heimaleikjum sínum. Keflvíkingar geta einnig huggað sig við það að ekkert lið fékk færri mörk á sig á heimavelli í sumar en þau voru alls tíu talsins. FH-ingar fengu fjórtán á sig á heimavelli í sumar. Keflavík náði þrátt fyrir allt sjötta sæti deildarinnar og var ekki nema einu stigi á eftir Fram og Breiðablik. ÍBV varð í tíunda sæti og eru Eyjamenn sjálfsagt því fegnir að halda sæti sínu í deildinni, fyrst og fremst. Óvissa er um framhald Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara Keflavíkur, en hann sagði að framtíð hans myndi ráðast í næstu viku.Umfjöllun: Keflavík rúllaði yfir ÍBVHeimir Hallgrímsson: Meira jákvætt en neikvætt í sumarKristján Guðmundsson: Get enn mótiverað liðiðFylkir - FH 1-1 Íslandsmeistararnir léku lokaleik sinn í Árbænum, rétt eins og í fyrra, en voru nú búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Eins og í öðrum leikjum setti veðrið sterkan svip á leikinn sem var þó merkilega góður, þrátt fyrir allt. Ólafur Ingi Stígsson lék sinn síðasta leik með Fylkismönnum í dag og var heiðraður fyrir framlag sitt til félagsins.Umfjöllun: Jafntefli í veðurofsaÓlafur Ingi: Skrýtin tilfinningÓlafur: Hefðum átt að vinnaHeimir: Nokkuð sátturBreiðablik - Grindavík 3-0 Breiðablik virðist vera í góðum málum fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Fram um næstu helgi og vann öruggan 3-0 sigur á Grindavík í dag. Liðið vann alls sex af síðustu átta leikjum sínum í deildinni og tapaði aðeins einum - fyrir FH í Kaplakrika. Grindavík hefur hins vegar ekki unnið leik síðan liðið vann frækinn sigur á FH í Kaplakrika þann 22. ágúst síðastliðinn. Sumarsins hjá Grindavík verður þó fyrst og fremst minnst fyrir þá staðreynd að fresta þurfti mörgum leikjum liðsins þar sem flestir leikmenn liðsins lögðust í rúmið með svínaflensu um mitt sumar.Umfjöllun: Öruggur sigur hjá Blikum í hávaðarokiKostic: Ég vil halda áfram hjá GrindavíkÓlafur: Menn bognuðu í sumar en brotnuðu aldreiStjarnan - Fjölnir 1-1 Gunnar Már Guðmundsson lék sinn síðasta leik með Fjölni í dag og hélt upp á það með því að skora eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Gunnar Már er líklega á leið í Fjölni. Þá tilkynnti Fjölnismaðurinn Jónas Grani Garðarsson eftir leik að hann væri sennilega hættur. Hið sókndjarfa lið Stjörnunnar tókst ekki að innbyrða sigur í síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Síðast vann Stjarnan 5-1 sigur á Þrótti á heimavelli en sá leikur var háður þann 23. júlí síðastliðinn. Stjarnan skoraði alls 45 mörk í sumar og aðeins FH og KR skoruðu fleiri mörk í sumar. Í níu síðustu leikjum sínum skoraði Stjarnan alls tólf mörk en fékk á sig 24.Umfjöllun: Jafnt í GarðabæJónas Grani hætturBjarni Jó: Flott fyrri umferð bjargaði okkurGunnar Már: Þetta var kveðjuleikurinn minnLokastaðan í Pepsi-deildinni
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira