Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 09:33 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar Íslandsmeistaratitlinum en hún átti magnað tímabil með 23 mörk í aðeins 22 leikjum. Það var ekki nóg að skora 23 mörk í Bestu deildinni til þess að komast í íslenska landsliðið og markmið markadrottningarinnar varð því að engu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti magnað tímabil hér heima þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Breiðabliksliðinu og markadrottning Bestu deildarinnar með 23 mörk í aðeins 22 leikjum. Berglind Björg er í viðtali í bókinni Íslensk knattspyrna sem er komin út í 45. skiptið. Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar í rúma fjóra áratugi, ræddi við Berglindi í tilefni af hennar þriðja Íslandsmeistaratitli og þriðja markakóngstitli. Farið var yfir endalokin hjá Val, skiptin til Breiðabliks, langan og farsælan feril en í lok viðtalsins var komið að því að ræða íslenska landsliðið. Berglind hefur skorað 12 mörk í 72 landsleikjum og segir að EM 2022 sé tvímælalaust hápunkturinn á landsliðsferlinum. Forsíða bókarinnar í ár. Hún fékk ekki að fara á annað Evrópumót í sumar þrátt fyrir að raða inn mörkum í Bestu deildinni. Hún lék síðast með landsliðinu árið 2023 en stefndi á að komast aftur í hópinn á árinu 2025. Velgengnin með Breiðabliki dugði þó ekki til þess. Landsliðið var markmiðið „Markmiðið fyrir tímabilið 2025 var að komast aftur í landsliðið. Ég settist niður með Nik og stjórn Breiðabliks fyrir tímabilið og sagði áður en ég skrifaði undir samninginn að ég ætlaði að koma til baka, sýna mitt rétta andlit hjá Breiðabliki og komast aftur í landsliðið. Það hvatti mig áfram allt sumarið, ég vonaði að mörkin kæmu mér þangað - en þau dugðu ekki til,“ sagði Berglind Björg. „Ég held að þetta sé því búið spil hvað landsliðið varðar, því miður. Fyrst Steini valdi mig ekki í ár, veit ég ekki hvenær hann ætti að gera það. Það hefði verið gaman að heyra frá honum - og hann hefði alveg mátt segja mér að ég væri ekki inni í myndinni því hann hefur eflaust heyrt í fjölmiðlum að mig langaði aftur í landsliðið. En ef það er ekki möguleiki, þá er það bara svoleiðis. Ég reyni að halda áfram að sanna mig á vellinum og svo sjáum við til,“ sagði Berglind. Berglind fagnar hér titlinum með liðsfélaga sínum Heiðu Ragney Viðarsdóttur sem verður ekki áfram með Blikum.Vísir/Ernir Geggjuð ráðning Berglind, sem er 33 ára, framlengdi samning sinn bara um eitt ár en það var þó ekki vegna þess að hún væri óviss með næsta þjálfara liðsins. „Á þessum aldri er ekki hægt að skuldbinda sig í tvö eða þrjú ár, ég held að leikmenn yfir þrítugu fái hvort eð er ekki meira en eins árs samning. Svo er lan Jeffs kominn sem nýr þjálfari, sem er geggjuð ráðning. Hann var aðstoðarþjálfari landsliðsins, er góður þjálfari og góður maður í öllum samskiptum. Ekkert vesen á honum, enda Eyjamaður eins og ég,“ sagði Berglind. Berglind er komin með 164 mörk í efstu deild og er orðin fjórða markahæst frá upphafi. Það eru sautján mörk upp í þriðja sætið en meira en hundrað mörk í markametið þar sem Olga Færseth skoraði 269 mörk á sínum tíma. Komin út 45. árið í röð Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eiga engan sinn líka í heiminum og hann hefur skrifað þessa árlegu árbók íslenskrar knattspyrnu frá og með árinu 1982. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur komið út í 45 ár í röð (frá 1981) því ein bók kom út áður en Víðir kom inn. Hann hefur skrifað hana einn frá og með árinu 1983. Bókin í ár er 304 blaðsíður. Þar finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum, og einn af styrkleikum hennar er að Víðir skrifar bókina jafnóðum og atburðirnir gerast. Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti magnað tímabil hér heima þar sem hún varð tvöfaldur meistari með Breiðabliksliðinu og markadrottning Bestu deildarinnar með 23 mörk í aðeins 22 leikjum. Berglind Björg er í viðtali í bókinni Íslensk knattspyrna sem er komin út í 45. skiptið. Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar í rúma fjóra áratugi, ræddi við Berglindi í tilefni af hennar þriðja Íslandsmeistaratitli og þriðja markakóngstitli. Farið var yfir endalokin hjá Val, skiptin til Breiðabliks, langan og farsælan feril en í lok viðtalsins var komið að því að ræða íslenska landsliðið. Berglind hefur skorað 12 mörk í 72 landsleikjum og segir að EM 2022 sé tvímælalaust hápunkturinn á landsliðsferlinum. Forsíða bókarinnar í ár. Hún fékk ekki að fara á annað Evrópumót í sumar þrátt fyrir að raða inn mörkum í Bestu deildinni. Hún lék síðast með landsliðinu árið 2023 en stefndi á að komast aftur í hópinn á árinu 2025. Velgengnin með Breiðabliki dugði þó ekki til þess. Landsliðið var markmiðið „Markmiðið fyrir tímabilið 2025 var að komast aftur í landsliðið. Ég settist niður með Nik og stjórn Breiðabliks fyrir tímabilið og sagði áður en ég skrifaði undir samninginn að ég ætlaði að koma til baka, sýna mitt rétta andlit hjá Breiðabliki og komast aftur í landsliðið. Það hvatti mig áfram allt sumarið, ég vonaði að mörkin kæmu mér þangað - en þau dugðu ekki til,“ sagði Berglind Björg. „Ég held að þetta sé því búið spil hvað landsliðið varðar, því miður. Fyrst Steini valdi mig ekki í ár, veit ég ekki hvenær hann ætti að gera það. Það hefði verið gaman að heyra frá honum - og hann hefði alveg mátt segja mér að ég væri ekki inni í myndinni því hann hefur eflaust heyrt í fjölmiðlum að mig langaði aftur í landsliðið. En ef það er ekki möguleiki, þá er það bara svoleiðis. Ég reyni að halda áfram að sanna mig á vellinum og svo sjáum við til,“ sagði Berglind. Berglind fagnar hér titlinum með liðsfélaga sínum Heiðu Ragney Viðarsdóttur sem verður ekki áfram með Blikum.Vísir/Ernir Geggjuð ráðning Berglind, sem er 33 ára, framlengdi samning sinn bara um eitt ár en það var þó ekki vegna þess að hún væri óviss með næsta þjálfara liðsins. „Á þessum aldri er ekki hægt að skuldbinda sig í tvö eða þrjú ár, ég held að leikmenn yfir þrítugu fái hvort eð er ekki meira en eins árs samning. Svo er lan Jeffs kominn sem nýr þjálfari, sem er geggjuð ráðning. Hann var aðstoðarþjálfari landsliðsins, er góður þjálfari og góður maður í öllum samskiptum. Ekkert vesen á honum, enda Eyjamaður eins og ég,“ sagði Berglind. Berglind er komin með 164 mörk í efstu deild og er orðin fjórða markahæst frá upphafi. Það eru sautján mörk upp í þriðja sætið en meira en hundrað mörk í markametið þar sem Olga Færseth skoraði 269 mörk á sínum tíma. Komin út 45. árið í röð Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eiga engan sinn líka í heiminum og hann hefur skrifað þessa árlegu árbók íslenskrar knattspyrnu frá og með árinu 1982. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur komið út í 45 ár í röð (frá 1981) því ein bók kom út áður en Víðir kom inn. Hann hefur skrifað hana einn frá og með árinu 1983. Bókin í ár er 304 blaðsíður. Þar finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum, og einn af styrkleikum hennar er að Víðir skrifar bókina jafnóðum og atburðirnir gerast.
Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti