Umfjöllun: Björgólfur tryggði sér gullskóinn með fimmu á móti Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2009 15:00 Björgólfur Takefusa var í stuði í dag. Mynd/Daníel KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði öll fimm mörk KR-inga í 5-2 sigri KR á Val á Vodafone-vellinum í dag í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Björgólfur, sem var þremur mörkum á eftir FH-ingum Atla Viðari Björnssyni fyrir leikinn, tryggði sér með því markakóngstitilinn í Pepsi-deild karla í sumar. Hann skoraði 16 mörk í 19 deildarleikjum í sumar. Leikurinn byrjaði rólega en fyrsta mark leiksins kom engu að síður eftir aðeins sex mínútna leik. Bakvörðurinn Skúli Jón Friðgeirsson stakk boltanum þá inn fyrir á Björgólf Takefusa sem kláraði færið af miklu öryggi. Björgólfur Takefusa hafði meira heppnina með sér í öðru markinu þegar Gunnar Örn Jónsson átti þrumuskot fyrir utan teig sem hafði viðkomu í honum og breytti um stefnu. Björgólfur fær markið skráð á sig og vantaði því aðeins eitt mark til að jafna Atla Viðar í baráttu um gullskóinn. Sigurbjörn Hreiðarsson fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn og kom Val inn í leikinn á 27. mínútu þegar Andre Hansen, markvörður KR, felldi Marel Baldvinsson innan teigs. Andre bætti hinsvegar fyrir mistökin og varði víti Sigurbjarnar í stöngina. Þetta er þriðja vítið í sumar sem Andre fær á sig en bætir síðan fyrir það með því að verja. Björgólfur var allt í öllu í mörgum góðum sóknum KR-inga og það sást langar leiðir að hann ætlaði að skora fleiri mörk. Hann skoraði reyndar á 38. mínútu eftir aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar en var dæmdur rangstæður sem mörgum þótti vafasamur dómur. Það var aftur á móti enginn vafi á því hver skoraði þriðja markið tveimur mínútum síðar. Björgólfur fór þá í þríhyrningaspil við Guðmund Benediktsson og afgreiddi boltann síðan í bláhornið með þrumuskoti fyrir utan teig. Björgólfur var þá búinn að jafna við Atla Viðar og ekki kominn hálfleikur ennþá. Það stefndi allt í stórsigur og fleiri KR-mörk þegar liðin gengur til hálfleiks en ýmislegt átti þó eftir að breytast til batnaðar hjá Valsliðinu sem kom með allt annað hugarfar inn í seinni hálfleikinn. Valsmenn fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum á 55. mínútu þegar Mark Rutgers felldi Matthías Guðmundsson. Helgi Sigurðsson steig nú fram og skoraði af öryggi úr spyrnunni. Við markið fengu Valsmenn enn meiri kraft og trú og þeir þurfti ekki að bíða nema í átta mínútur eftir öðru marki. Varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom mikið við sögu í leiknum frá 62. til 64. mínútu en hann skoraði á þessum þremur mínútum annað mark Valsmanna auk þess að fá tvö gul spjöld og vera sendur snemma í sturtu. Guðmundur Steinn skoraði markið sitt með skalla eftir hornspyrnu Ian Jeffs. Valsmenn gáfust þó ekki upp strax eftir að þeir urðu manni færri og Hlíðarendapiltar áttu nokkrar sóknir. Smá saman rann af þeim móðurinn og KR-ingar fóru að fá hvert færið á fætur öðru. Björgólfur Takefusa var líka hvergi nærri hættur og svo fór að hann skoraði tvö mörk á lokakaflanum og innsiglaði fimmuna sína. Fjórða markið sitt skoraði Björgólfur Takefusa á 74. mínútu þegar Guðmundur Benediktsson tók stutta aukaspyrnu á besta stað fyrir framan teiginn og Björgólfur afgreiddi boltann í bláhornið fyrir utan teig. Björgólfur skoraði síðan fimmta markið sitt mínútu fyrir leikslok eftir að hafa fengið sendingu frá Bjarna Guðjónssyni. Björgólfur fékk reyndar algjört dauðafæri skömmu síðar en Kjartan Sturluson náði þá að verja frá honum. KR-ingar fögnuðu í lokin frábærum sigri á erkifjendum sínum en ekki síður eina titli sínum í sumar - markakóngstitli Björgólfs Takefusa. KR-liðið spilaði frábæran sóknarbolta seinni hluta mótsins og það er í raun ótrúlegt að svona gott og skemmtilegt fótboltalið hafi ekki tekist að vinna titil á þessu sumri. Það verður aftur á móti spennandi að sjá hvort þeir bæti ekki úr því sumarið 2010. Valsmenn eru örugglega fegnir að hörmungasumarið mikla 2009 sé á enda en það þarf að taka mikið til á Hlíðarenda og ljóst að Gunnlaugi Jónssyni bíður erfitt og mikið starf. Liðið á að hafa mannskap til að berjast um toppsætin og þess vegna skilja fáir í því hvernig niðurstaðan sé aðeins áttunda sætið og núll sigrar í síðustu sjö heimaleikjum sumarsins. Valur–KR 2-5 0-1 Björgólfur Takefusa (6.) 0-2 Björgólfur Takefusa (19.) 0-3 Björgólfur Takefusa (41.) 1-3 Helgi Sigurðsson, víti (55.) 2-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (63.) 2-4 Björgólfur Takefusa (74.) 2-5 Björgólfur Takefusa (89.) Gul-rautt spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (62. og 64.) Vodafonevöllur. Áhorfendur: 543 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (5) Skot (á mark): 11-19 (4-10) Varin skot: Kjartan 5 - Andre 2. Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 5-12 Rangstöður: 4-2 Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Ian Jeffs 5 Einar Marteinsson 4 Reynir Leósson 4 Bjarni Ólafur Eiríksson 4 (45., Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5) Baldur Bett 3 (36., Guðmundur Viðar Mete 5) Sigurbjörn Hreiðarsson 4 Marel Baldvinsson 5 Matthías Guðmundsson 4 Helgi Sigurðsson 6 Arnar Sveinn Geirsson 5 (77., Viktor Unnar Illugason -) KR (4-4-2): Andre Hansen 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Gunnar Örn Jónsson 6 (80., Gunnar Kristjánsson -) Bjarni Guðjónsson 8 Baldur Sigurðsson 7 Óskar Örn Hauksson 5 (72., Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Guðmundur Benediktsson 7 (85., Ingólfur Sigurðsson -)Björgólfur Takefusa 9 - Maður leiksins - Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur: Einn eftirminnilegasti dagurinn á ævinni Björgólfur Takefusa fór á kostum í 5-2 sigri KR á Val og tryggði sér gullskóinn í Pepsi-deild karla með því að setja boltann fimm sinnum framhjá Kjartani Sturlusyni markverði Vals í leiknum. 26. september 2009 18:00 Björgólfur fær gullskóinn Björgólfur Takefusa varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla eftir að hann skoraði öll fimm mörk KR í 5-2 sigri á Val í dag. 26. september 2009 17:40 Helgi Sig: Allra erfiðasta tímabilið á ferlinum Helgi Sigurðsson og aðrir Valsmenn náðu ekki að vinna sigur í síðustu sjö heimaleikjum sínum á tímabilinu og hann gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 2-5 tap á Vodafone-vellinum á móti KR í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 26. september 2009 18:47 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði öll fimm mörk KR-inga í 5-2 sigri KR á Val á Vodafone-vellinum í dag í lokaumferð Pepsi-deildar karla. Björgólfur, sem var þremur mörkum á eftir FH-ingum Atla Viðari Björnssyni fyrir leikinn, tryggði sér með því markakóngstitilinn í Pepsi-deild karla í sumar. Hann skoraði 16 mörk í 19 deildarleikjum í sumar. Leikurinn byrjaði rólega en fyrsta mark leiksins kom engu að síður eftir aðeins sex mínútna leik. Bakvörðurinn Skúli Jón Friðgeirsson stakk boltanum þá inn fyrir á Björgólf Takefusa sem kláraði færið af miklu öryggi. Björgólfur Takefusa hafði meira heppnina með sér í öðru markinu þegar Gunnar Örn Jónsson átti þrumuskot fyrir utan teig sem hafði viðkomu í honum og breytti um stefnu. Björgólfur fær markið skráð á sig og vantaði því aðeins eitt mark til að jafna Atla Viðar í baráttu um gullskóinn. Sigurbjörn Hreiðarsson fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn og kom Val inn í leikinn á 27. mínútu þegar Andre Hansen, markvörður KR, felldi Marel Baldvinsson innan teigs. Andre bætti hinsvegar fyrir mistökin og varði víti Sigurbjarnar í stöngina. Þetta er þriðja vítið í sumar sem Andre fær á sig en bætir síðan fyrir það með því að verja. Björgólfur var allt í öllu í mörgum góðum sóknum KR-inga og það sást langar leiðir að hann ætlaði að skora fleiri mörk. Hann skoraði reyndar á 38. mínútu eftir aukaspyrnu Guðmundar Benediktssonar en var dæmdur rangstæður sem mörgum þótti vafasamur dómur. Það var aftur á móti enginn vafi á því hver skoraði þriðja markið tveimur mínútum síðar. Björgólfur fór þá í þríhyrningaspil við Guðmund Benediktsson og afgreiddi boltann síðan í bláhornið með þrumuskoti fyrir utan teig. Björgólfur var þá búinn að jafna við Atla Viðar og ekki kominn hálfleikur ennþá. Það stefndi allt í stórsigur og fleiri KR-mörk þegar liðin gengur til hálfleiks en ýmislegt átti þó eftir að breytast til batnaðar hjá Valsliðinu sem kom með allt annað hugarfar inn í seinni hálfleikinn. Valsmenn fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum á 55. mínútu þegar Mark Rutgers felldi Matthías Guðmundsson. Helgi Sigurðsson steig nú fram og skoraði af öryggi úr spyrnunni. Við markið fengu Valsmenn enn meiri kraft og trú og þeir þurfti ekki að bíða nema í átta mínútur eftir öðru marki. Varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom mikið við sögu í leiknum frá 62. til 64. mínútu en hann skoraði á þessum þremur mínútum annað mark Valsmanna auk þess að fá tvö gul spjöld og vera sendur snemma í sturtu. Guðmundur Steinn skoraði markið sitt með skalla eftir hornspyrnu Ian Jeffs. Valsmenn gáfust þó ekki upp strax eftir að þeir urðu manni færri og Hlíðarendapiltar áttu nokkrar sóknir. Smá saman rann af þeim móðurinn og KR-ingar fóru að fá hvert færið á fætur öðru. Björgólfur Takefusa var líka hvergi nærri hættur og svo fór að hann skoraði tvö mörk á lokakaflanum og innsiglaði fimmuna sína. Fjórða markið sitt skoraði Björgólfur Takefusa á 74. mínútu þegar Guðmundur Benediktsson tók stutta aukaspyrnu á besta stað fyrir framan teiginn og Björgólfur afgreiddi boltann í bláhornið fyrir utan teig. Björgólfur skoraði síðan fimmta markið sitt mínútu fyrir leikslok eftir að hafa fengið sendingu frá Bjarna Guðjónssyni. Björgólfur fékk reyndar algjört dauðafæri skömmu síðar en Kjartan Sturluson náði þá að verja frá honum. KR-ingar fögnuðu í lokin frábærum sigri á erkifjendum sínum en ekki síður eina titli sínum í sumar - markakóngstitli Björgólfs Takefusa. KR-liðið spilaði frábæran sóknarbolta seinni hluta mótsins og það er í raun ótrúlegt að svona gott og skemmtilegt fótboltalið hafi ekki tekist að vinna titil á þessu sumri. Það verður aftur á móti spennandi að sjá hvort þeir bæti ekki úr því sumarið 2010. Valsmenn eru örugglega fegnir að hörmungasumarið mikla 2009 sé á enda en það þarf að taka mikið til á Hlíðarenda og ljóst að Gunnlaugi Jónssyni bíður erfitt og mikið starf. Liðið á að hafa mannskap til að berjast um toppsætin og þess vegna skilja fáir í því hvernig niðurstaðan sé aðeins áttunda sætið og núll sigrar í síðustu sjö heimaleikjum sumarsins. Valur–KR 2-5 0-1 Björgólfur Takefusa (6.) 0-2 Björgólfur Takefusa (19.) 0-3 Björgólfur Takefusa (41.) 1-3 Helgi Sigurðsson, víti (55.) 2-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (63.) 2-4 Björgólfur Takefusa (74.) 2-5 Björgólfur Takefusa (89.) Gul-rautt spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (62. og 64.) Vodafonevöllur. Áhorfendur: 543 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (5) Skot (á mark): 11-19 (4-10) Varin skot: Kjartan 5 - Andre 2. Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar: 5-12 Rangstöður: 4-2 Valur (4-4-2): Kjartan Sturluson 6 Ian Jeffs 5 Einar Marteinsson 4 Reynir Leósson 4 Bjarni Ólafur Eiríksson 4 (45., Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5) Baldur Bett 3 (36., Guðmundur Viðar Mete 5) Sigurbjörn Hreiðarsson 4 Marel Baldvinsson 5 Matthías Guðmundsson 4 Helgi Sigurðsson 6 Arnar Sveinn Geirsson 5 (77., Viktor Unnar Illugason -) KR (4-4-2): Andre Hansen 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 6 Gunnar Örn Jónsson 6 (80., Gunnar Kristjánsson -) Bjarni Guðjónsson 8 Baldur Sigurðsson 7 Óskar Örn Hauksson 5 (72., Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Guðmundur Benediktsson 7 (85., Ingólfur Sigurðsson -)Björgólfur Takefusa 9 - Maður leiksins -
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur: Einn eftirminnilegasti dagurinn á ævinni Björgólfur Takefusa fór á kostum í 5-2 sigri KR á Val og tryggði sér gullskóinn í Pepsi-deild karla með því að setja boltann fimm sinnum framhjá Kjartani Sturlusyni markverði Vals í leiknum. 26. september 2009 18:00 Björgólfur fær gullskóinn Björgólfur Takefusa varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla eftir að hann skoraði öll fimm mörk KR í 5-2 sigri á Val í dag. 26. september 2009 17:40 Helgi Sig: Allra erfiðasta tímabilið á ferlinum Helgi Sigurðsson og aðrir Valsmenn náðu ekki að vinna sigur í síðustu sjö heimaleikjum sínum á tímabilinu og hann gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 2-5 tap á Vodafone-vellinum á móti KR í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 26. september 2009 18:47 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Björgólfur: Einn eftirminnilegasti dagurinn á ævinni Björgólfur Takefusa fór á kostum í 5-2 sigri KR á Val og tryggði sér gullskóinn í Pepsi-deild karla með því að setja boltann fimm sinnum framhjá Kjartani Sturlusyni markverði Vals í leiknum. 26. september 2009 18:00
Björgólfur fær gullskóinn Björgólfur Takefusa varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla eftir að hann skoraði öll fimm mörk KR í 5-2 sigri á Val í dag. 26. september 2009 17:40
Helgi Sig: Allra erfiðasta tímabilið á ferlinum Helgi Sigurðsson og aðrir Valsmenn náðu ekki að vinna sigur í síðustu sjö heimaleikjum sínum á tímabilinu og hann gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 2-5 tap á Vodafone-vellinum á móti KR í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 26. september 2009 18:47