Umfjöllun: Jafntefli í veðurofsa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2009 15:00 Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði mark Fylkis í dag. Mynd/Anton Fylkir og FH skildu í dag jöfn, 1-1, í lokaumferð Pepsi-deildar karla í einkennilegum leik í Árbænum í dag. Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði mark Fylkis á fimmtándu mínútu leiksins en Atli Guðnason jafnaði metin á 34. mínútu. Ekkert var svo skorað í síðari hálfleik. Eins og víða á höfuðborgarsvæðinu var leikurinn heldur skrautlegur vegna veðurofsans sem gekk yfir á meðan leiknum stóð. Skiptist á með slyddu, snjókomu og haglélum en sólin lét svo sem sjá sig líka. Mjög hvasst var allan leikinn. Fylkismenn byrjuðu mun betur í leiknum og átti Ingimundur Níels Óskarsson skot í slá skömmu áður en Kjartan Ágúst skoraði mark Fylkismanna. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn FH og afgreiddi knöttinn af öryggi í netið. Ólafur Páll Snorrasson, FH-ingur og fyrrum leikmaður Fylkis, hafði reyndar einnig fengið gott færi þegar hann var að sleppa í gegnum vörn Fylkis. Ólafur Þór Gunnarsson sá þó við honum. Um miðbik hálfleiksins fóru Íslandsmeistararnir að taka völdin í leiknum og áttu FH-ingar skot í stöng og slá með stuttu millibili. En Fylkisvörninni tókst ekki að stöðva glæsilegt þríhyrningsspil þeirra Atla Guðnasonar og Matthíasar Vilhjálmssonar sem lauk með því að Atli lék á Ólaf Þór og renndi boltanum í autt markið. Leikar voru nokkuð jafnir í síðari hálfleik en það voru þó heimamenn sem gerðu sig lengst af líklegri til að skora sigurmark leiksins. FH-ingar fengu þó hættulegasta færið þegar að Atli Viðar Björnsson átti skot í stöng úr erfiðri stöðu í uppbótartíma leiksins. Annars ber að hrósa leikmönnum fyrir að hafa gert sitt allra besta til að bjóða þeim áhorfendum sem létu sig hafa það að horfa á leikinn upp á fyrirtaksskemmtun. Þetta var langt í frá versti leikur sumarsins.Fylkir - FH 1-1 1-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (15.) 1-1 Atli Guðnason (34.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 866 Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 13-12 (4-7)Varin skot: Ólafur 4 - Gunnar 1.Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 16-12Rangstöður: 8-3Fylkir (4-3-3): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kristján Valdimarsson 7 Einar Pétursson 6 Tómas Þorsteinsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 (90. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5Andrés Már Jóhannesson 7 - maður leiksins Ingimundur Níels Óskarsson 5 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 (87. Kjartan Andri Baldvinsson -) Pape Mamadou Faye 5 (60. Jóhann Þórhallsson 5)FH (4-3-3): Gunnar Sigurðsson 6 Pétur Viðarsson 6 (90. Brynjar Benediktsson -) Dennis Siim 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 (78. Björn Daníel Sverrisson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Ólafur Páll Snorrason 5 (78. Alexander Toft Söderlund -) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - FH. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Hefðum átt að vinna Ólafur Þórðarson segir að sínir menn í Fylki hefðu átt skilið að vinna leikinn gegn FH í dag en honum lauk með 1-1 jafntefli. 26. september 2009 19:24 Heimir: Nokkuð sáttur Heimir Guðjónsson segir að FH-ingar fari sáttir inn í veturinn eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag. 26. september 2009 19:39 Ólafur Ingi: Skrýtin tilfinning Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sagði það skrýtna tilfinningu að hafa lokið sínum síðasta knattspyrnuleik á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn FH í dag. 26. september 2009 19:08 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Fylkir og FH skildu í dag jöfn, 1-1, í lokaumferð Pepsi-deildar karla í einkennilegum leik í Árbænum í dag. Kjartan Ágúst Breiðdal skoraði mark Fylkis á fimmtándu mínútu leiksins en Atli Guðnason jafnaði metin á 34. mínútu. Ekkert var svo skorað í síðari hálfleik. Eins og víða á höfuðborgarsvæðinu var leikurinn heldur skrautlegur vegna veðurofsans sem gekk yfir á meðan leiknum stóð. Skiptist á með slyddu, snjókomu og haglélum en sólin lét svo sem sjá sig líka. Mjög hvasst var allan leikinn. Fylkismenn byrjuðu mun betur í leiknum og átti Ingimundur Níels Óskarsson skot í slá skömmu áður en Kjartan Ágúst skoraði mark Fylkismanna. Hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn FH og afgreiddi knöttinn af öryggi í netið. Ólafur Páll Snorrasson, FH-ingur og fyrrum leikmaður Fylkis, hafði reyndar einnig fengið gott færi þegar hann var að sleppa í gegnum vörn Fylkis. Ólafur Þór Gunnarsson sá þó við honum. Um miðbik hálfleiksins fóru Íslandsmeistararnir að taka völdin í leiknum og áttu FH-ingar skot í stöng og slá með stuttu millibili. En Fylkisvörninni tókst ekki að stöðva glæsilegt þríhyrningsspil þeirra Atla Guðnasonar og Matthíasar Vilhjálmssonar sem lauk með því að Atli lék á Ólaf Þór og renndi boltanum í autt markið. Leikar voru nokkuð jafnir í síðari hálfleik en það voru þó heimamenn sem gerðu sig lengst af líklegri til að skora sigurmark leiksins. FH-ingar fengu þó hættulegasta færið þegar að Atli Viðar Björnsson átti skot í stöng úr erfiðri stöðu í uppbótartíma leiksins. Annars ber að hrósa leikmönnum fyrir að hafa gert sitt allra besta til að bjóða þeim áhorfendum sem létu sig hafa það að horfa á leikinn upp á fyrirtaksskemmtun. Þetta var langt í frá versti leikur sumarsins.Fylkir - FH 1-1 1-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (15.) 1-1 Atli Guðnason (34.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 866 Dómari: Magnús Þórisson (5)Skot (á mark): 13-12 (4-7)Varin skot: Ólafur 4 - Gunnar 1.Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 16-12Rangstöður: 8-3Fylkir (4-3-3): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Davíð Þór Ásbjörnsson 6 Kristján Valdimarsson 7 Einar Pétursson 6 Tómas Þorsteinsson 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 (90. Ásgeir Örn Arnþórsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5Andrés Már Jóhannesson 7 - maður leiksins Ingimundur Níels Óskarsson 5 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 (87. Kjartan Andri Baldvinsson -) Pape Mamadou Faye 5 (60. Jóhann Þórhallsson 5)FH (4-3-3): Gunnar Sigurðsson 6 Pétur Viðarsson 6 (90. Brynjar Benediktsson -) Dennis Siim 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 (78. Björn Daníel Sverrisson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Ólafur Páll Snorrason 5 (78. Alexander Toft Söderlund -) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - FH.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Hefðum átt að vinna Ólafur Þórðarson segir að sínir menn í Fylki hefðu átt skilið að vinna leikinn gegn FH í dag en honum lauk með 1-1 jafntefli. 26. september 2009 19:24 Heimir: Nokkuð sáttur Heimir Guðjónsson segir að FH-ingar fari sáttir inn í veturinn eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag. 26. september 2009 19:39 Ólafur Ingi: Skrýtin tilfinning Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sagði það skrýtna tilfinningu að hafa lokið sínum síðasta knattspyrnuleik á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn FH í dag. 26. september 2009 19:08 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Ólafur: Hefðum átt að vinna Ólafur Þórðarson segir að sínir menn í Fylki hefðu átt skilið að vinna leikinn gegn FH í dag en honum lauk með 1-1 jafntefli. 26. september 2009 19:24
Heimir: Nokkuð sáttur Heimir Guðjónsson segir að FH-ingar fari sáttir inn í veturinn eftir 1-1 jafntefli gegn Fylki í dag. 26. september 2009 19:39
Ólafur Ingi: Skrýtin tilfinning Ólafur Ingi Stígsson, fyrirliði Fylkis, sagði það skrýtna tilfinningu að hafa lokið sínum síðasta knattspyrnuleik á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn FH í dag. 26. september 2009 19:08