Umfjöllun: Öruggur sigur hjá Blikum í hávaðaroki Ómar Þorgeirsson skrifar 26. september 2009 13:39 Úr leik Breiðabliks og Grindavíkur á síðustu leiktíð. Mynd/Vilhelm Breiðablik vann 3-0 sigur gegn Grindavík við erfiðar aðstæður í Pepsi-deild karla á Kópavogsvelli í dag en staðan í hálfleik var 2-0. Markahrókurinn Alfreð Finnbogason kom Blikum yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með sínu tólfta marki í Pepsi-deildinni í sumar. Alfreð lagði svo sjálfur upp mark fyrir Kristinn Steindórsson og Blikar í vænlegri stöðu, 2-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Veðrið versnaði til muna í síðari hálfleik og það byrjaði að snjóa í Kópavoginum. Leikmenn liðanna létu ömurlegar verðuraðstæður þó ekki á sig fá og reyndu að spila boltanum. Blikarnir spiluðu með vindi í síðari hálfleik og settu gestina undir mikla pressu framan af hálfleiknum. Grindvíkingar áttu á tímabili í erfiðleikum með að komast út af eigin vallarhelming en líkt og í fyrri hálfleik þá unnu þeir sig ágætlega inn í leikinn. Sigur Blika var þó aldrei í hættu og Alfreð bætti við þriðja markinu fyrir heimamenn, sínu þrettánda í sumar sem tryggði honum bronsskóinn, áður en yfir lauk. Niðurstaðan var 3-0 sigur Breiðabliks en Blikar hafa verið á mikilli siglingu seinni helming sumars. Þeir ættu því að mæta fullir sjálfstrausts inn í úrslitaleik VISA-bikarsins gegn Fram um næstu helgi. Tölfræðin: Breiðablik-Grindavík 1-0 Alfreð Finnbogason (15.) 2-0 Kristinn Steindórsson (26.) 3-0 Alfreð Finnbogason (81.) Kópavogsvöllur, áhorfendur 650 Dómarar: Þorvaldur Árnason (6) Skot (á mark): 14-8 (5-5) Varin skot: Ingvar Þór 5 - Helgi Már 2 Horn: 2-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 2-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 (64., Guðmann Þórisson 6) Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 Arnar Grétarsson 6 (78., Haukur Baldvinsson -) Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 (71., Andri Rafn Yeoman -) *Alfreð Finnbogason 7 - maður leiksins Guðmundur Pétursson 5 Kristinn Steindórsson 7Grindavík 4-5-1 Helgi Már Helgason 4 Óli Baldur Bjarnason 5 Óli Stefán Flóventsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsay 6 Orri Freyr Hjaltalín 6 Tor Eriki Moen 4 (46., Guðmundur Egill Bergsteinsson 5) Jóhann Helgason 6 (88., Gunnar Þorsteinsson -) Sveinbjörn Jónasson 4 (71., Páll Guðmundsson -) Gilles Mbang Ondo 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Grindavík. Leikurinn hefst klukkan 16.00 en allir leikir lokaumferðarinnar hefjast á sama tíma. Hægt er að fylgjast með þeim samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Menn bognuðu í sumar en brotnuðu aldrei „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna við erfiðar aðstæður og fyrstu tvö mörkin okkar voru mjög góð og sérstaklega annað markið sem var tær snilld. 26. september 2009 18:28 Kostic: Ég vill halda áfram hjá Grindavík „Þetta var þýðingarlítill leikur fyrir bæði lið og það var áberandi á spilamennskunni. Veðrið var heldur ekki að hjálpa til en mér fannst við þó vera að gera ágæta hluti í seinni hálfleik og sigur þeirra var alltof stór miðað hvernig leikurinn spilaðist,“ sagði Luka Kostic þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. 26. september 2009 18:37 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Breiðablik vann 3-0 sigur gegn Grindavík við erfiðar aðstæður í Pepsi-deild karla á Kópavogsvelli í dag en staðan í hálfleik var 2-0. Markahrókurinn Alfreð Finnbogason kom Blikum yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með sínu tólfta marki í Pepsi-deildinni í sumar. Alfreð lagði svo sjálfur upp mark fyrir Kristinn Steindórsson og Blikar í vænlegri stöðu, 2-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks. Veðrið versnaði til muna í síðari hálfleik og það byrjaði að snjóa í Kópavoginum. Leikmenn liðanna létu ömurlegar verðuraðstæður þó ekki á sig fá og reyndu að spila boltanum. Blikarnir spiluðu með vindi í síðari hálfleik og settu gestina undir mikla pressu framan af hálfleiknum. Grindvíkingar áttu á tímabili í erfiðleikum með að komast út af eigin vallarhelming en líkt og í fyrri hálfleik þá unnu þeir sig ágætlega inn í leikinn. Sigur Blika var þó aldrei í hættu og Alfreð bætti við þriðja markinu fyrir heimamenn, sínu þrettánda í sumar sem tryggði honum bronsskóinn, áður en yfir lauk. Niðurstaðan var 3-0 sigur Breiðabliks en Blikar hafa verið á mikilli siglingu seinni helming sumars. Þeir ættu því að mæta fullir sjálfstrausts inn í úrslitaleik VISA-bikarsins gegn Fram um næstu helgi. Tölfræðin: Breiðablik-Grindavík 1-0 Alfreð Finnbogason (15.) 2-0 Kristinn Steindórsson (26.) 3-0 Alfreð Finnbogason (81.) Kópavogsvöllur, áhorfendur 650 Dómarar: Þorvaldur Árnason (6) Skot (á mark): 14-8 (5-5) Varin skot: Ingvar Þór 5 - Helgi Már 2 Horn: 2-5 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 2-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 7 Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 (64., Guðmann Þórisson 6) Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 5 Arnar Grétarsson 6 (78., Haukur Baldvinsson -) Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 (71., Andri Rafn Yeoman -) *Alfreð Finnbogason 7 - maður leiksins Guðmundur Pétursson 5 Kristinn Steindórsson 7Grindavík 4-5-1 Helgi Már Helgason 4 Óli Baldur Bjarnason 5 Óli Stefán Flóventsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsay 6 Orri Freyr Hjaltalín 6 Tor Eriki Moen 4 (46., Guðmundur Egill Bergsteinsson 5) Jóhann Helgason 6 (88., Gunnar Þorsteinsson -) Sveinbjörn Jónasson 4 (71., Páll Guðmundsson -) Gilles Mbang Ondo 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Grindavík. Leikurinn hefst klukkan 16.00 en allir leikir lokaumferðarinnar hefjast á sama tíma. Hægt er að fylgjast með þeim samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Menn bognuðu í sumar en brotnuðu aldrei „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna við erfiðar aðstæður og fyrstu tvö mörkin okkar voru mjög góð og sérstaklega annað markið sem var tær snilld. 26. september 2009 18:28 Kostic: Ég vill halda áfram hjá Grindavík „Þetta var þýðingarlítill leikur fyrir bæði lið og það var áberandi á spilamennskunni. Veðrið var heldur ekki að hjálpa til en mér fannst við þó vera að gera ágæta hluti í seinni hálfleik og sigur þeirra var alltof stór miðað hvernig leikurinn spilaðist,“ sagði Luka Kostic þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. 26. september 2009 18:37 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Ólafur: Menn bognuðu í sumar en brotnuðu aldrei „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna við erfiðar aðstæður og fyrstu tvö mörkin okkar voru mjög góð og sérstaklega annað markið sem var tær snilld. 26. september 2009 18:28
Kostic: Ég vill halda áfram hjá Grindavík „Þetta var þýðingarlítill leikur fyrir bæði lið og það var áberandi á spilamennskunni. Veðrið var heldur ekki að hjálpa til en mér fannst við þó vera að gera ágæta hluti í seinni hálfleik og sigur þeirra var alltof stór miðað hvernig leikurinn spilaðist,“ sagði Luka Kostic þjálfari Grindavíkur eftir 3-0 tap gegn Breiðablik í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. 26. september 2009 18:37