Enski boltinn

Hermann orðaður við Rangers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Hermann Hreiðarsson er í dag orðaður við skoska stórliðið Glasgow Rangers. Því er haldið fram, meðal annars í The Sun, að félagið sé nálægt því að ná samningum við Hermann og fái hann frítt frá Portsmouth.

Hermann hefur einnig verið orðaður við ensku B-deildarliðin Ipswich og Reading en hann lék áður með fyrrnefnda félaginu.

Hann hefur fá tækifæri fengið á tímabilinu og ítrekaði í gær vilja sinn að fara frá Portsmouth nú í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×