Zlatan Ibrahimovic fékk að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með Barcelona í gær eftir að hafa farið aðgerð á hendi vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leiknum með Inter. Ibrahimovic tók þátt í stærstum hluta æfingarinnar og fór á kostum á skotæfingunni.
Barcelona er enn í æfingaferð sinn til Bandaríkjanna og æfingin í gær fór fram á æfingavelli University of Washington í Seattle.
Í lok æfingarinnar var skotæfingin hjá sóknarmönnum liðsins og þar fengu liðsfélagar Zlatan að kynnast því hversu magnaður hann er fyrir framan markið.
Ibrahimovic skoraði 9 mörk úr 10 tilraunum og notaði til þess allskonar brellur og gabbhreyfingar þannig að Valdes átti oft litla möguleika í markinu.