Stórsókn gegn Talíbönum Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2009 11:55 Íbúar í Mingora, höfuðstað Swat-dals í norðvestur Pakistan, að leggja á flótta vegna átaka þar nærri. MYND/AP Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum. Erlent Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira