Upp úr sauð í kosningaþætti í gærkvöldi 25. apríl 2009 12:12 Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi. Formenn flokka og framboða sem bjóða fram í kosningunum í dag mættu í lokaþátt "Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í gærkvöldi. Byrjað var á að fara yfir stöðu flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem benda til að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 37 þingmenn og þar með góðan meirihluta á Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapi tíu þingmönnum og bíði mesta afhroð sem hann hefur nokkru sinni hlotið í kosningum. Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á að um kannanir væri að ræða, en ekki niðurstöður kosninga. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins undirstrikaði mikilvægi þess að endurreisa atvinnulífið. Þar væri mikilvægast að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn sem og heimildir í öðrum tegundum sem gæti gefið tugi milljarða í tekjur fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir slagt gengi í könnunum sagði Guðjón tíma Frjálslynda flokksins langt í frá liðinn. Flokkurinn kæmi alltaf betur út úr kosningum en könnunum. Endurskoðunarskýrsla sem nú liggur fyrir um stöðu bankanna varð tilefni til snarpra orðaskipta milli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. En Sigmundur fullyrðir að í skýrslunni komi fram að hætta sé á öðru bankahruni verði ekki gripið til aðgerða. Skýrslan er meðhöndluð sem algert trúnaðarmál á meðan kröfuhafar í eignir bankanna og aðrir hagsmunaaðilar kynna sér efni hennar. Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi. Formenn flokka og framboða sem bjóða fram í kosningunum í dag mættu í lokaþátt "Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í gærkvöldi. Byrjað var á að fara yfir stöðu flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem benda til að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 37 þingmenn og þar með góðan meirihluta á Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapi tíu þingmönnum og bíði mesta afhroð sem hann hefur nokkru sinni hlotið í kosningum. Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á að um kannanir væri að ræða, en ekki niðurstöður kosninga. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins undirstrikaði mikilvægi þess að endurreisa atvinnulífið. Þar væri mikilvægast að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn sem og heimildir í öðrum tegundum sem gæti gefið tugi milljarða í tekjur fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir slagt gengi í könnunum sagði Guðjón tíma Frjálslynda flokksins langt í frá liðinn. Flokkurinn kæmi alltaf betur út úr kosningum en könnunum. Endurskoðunarskýrsla sem nú liggur fyrir um stöðu bankanna varð tilefni til snarpra orðaskipta milli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. En Sigmundur fullyrðir að í skýrslunni komi fram að hætta sé á öðru bankahruni verði ekki gripið til aðgerða. Skýrslan er meðhöndluð sem algert trúnaðarmál á meðan kröfuhafar í eignir bankanna og aðrir hagsmunaaðilar kynna sér efni hennar.
Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira