Innlent

Var klukkutíma inni í kjörklefa

„Eigum við ekki að segja að ég hafi beitt atkvæðaþófi gegn málþófi þingmanna gegn stjónlagaþingi, persónukjöri og það að koma auðlindunum í þjóðareigu," segir Þorvaldur Óttar Guðlaugsson kjósandi í Reykjavík. Segja má að Þorvaldur hafi vakið nokkra athygli í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem hann mætti með umferðarmerki sem merkir „Aðalbraut endar".

Þorvaldur fór inn í kjörklefa eins og allir aðrir en var nokkuð lengi að hugsa sig um.

„Tíminn líður hratt á gervihnattaöld, ætli ég hafi ekki verið allavega klukkustund," segir Þorvaldur sem ekki vill gefa upp hver hafi fengið atkvæðið að lokum.

„Þetta eru leynilegar kosningar...." sagði Þorvaldur sem var rekinn út þegar blaðamaður ræddi við hann í síma.

Starfsmaður kjörstjórnar bað hann vinsamlegast um að vera úti með skiltið.

„Fólk er ekkert að flækjast með svona hluti hérna inni," sagði starfsmaðurinn.

„En þetta er bara umferðarmerki. Aðalbraut endar," sagði Þorvaldur þá rétt áður en hann kvaddi.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×