Íslenskir dópsmyglarar í Brasilíu: Fjórir teknir á fjórum árum 5. maí 2009 15:49 Frá Recife í Brasilíu þar sem Ragnar Erling var tekinn á föstudaginn. Ragnar Erling Hermannsson sem handtekinn var í borginni Recife í Brasilíu á föstudagskvöldið fyrir innflutning á tæpum sex kílóum af kókaíni er ekki fyrsti íslendingurinn sem handtekinn er fyrir fíkniefnasmygl þar í landi. Frá því í júní 2006 hafa þrír aðrir íslendingar verið handteknir vegna fíkniefnasmygls, ýmist á leið úr landi eða inn í landið. Íslendingarnir hafa verið með kókaín, hass og barnapúður og voru allir dæmdir til fangelsisvistar í landinu.Brasilíufanginn með barnapúðrið Hlynur Smári Sigurðarson (24 ára) var handtekinn í júní árið 2006 með tvær pakkningar af ætluðum fíkniefnum í fórum sínum. Í annarri voru 100 grömm af kókaíni en í hinni um tvö kíló af efni sem reyndist við efnagreiningu vera barnapúður. Hlynur hlaut þriggja ára fangelsisdóm en hann hafði setið inni í níu og hálfan mánuð áður en dómur féll og kom það til frádráttar. Hlynur Smári lýsti skelfilegum aðbúnaði í fangelsinu sem hann dvaldi í í viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Þá lýsti hann því þegar samfangi hans reyndi að drepa hann fyrir sígarettu og sagðist ganga með tálgaðan tannbursta á sér ef ske kynni að einhver réðist á hann. Hann deildi einnig tveggja manna klefa með tíu öðrum föngum og fékk ekkert nema myglað brauð og ormafullt vatn sér til næringar. Hasssmyglarinn frá Amsterdam Ingólfur Rúnar Sigurz (30 ára) var handtekinn í ágúst árið 2006 með tólf kíló af hassi á flugvellinum í Sao Paulo en hann var að koma til landsins frá Amsterdam. Við gegnumlýsingu fundust í farangri hans 12,2 kíló af hassi og í kjölfarið fjórar e-töflur. Ingólfur játaði smyglið við yfirheyrslur og var það talið honum til refsilækkunar en hann var dæmdur í sex ára og átta mánaða fangelsi. Ingólfur sagði þessa ferð vera þá fyrstu sem hann hafi farið til Brasilíu. Hann hafi greitt fimm þúsund dali fyrir efnin í Amsterdam og ætlaði að selja það upp á eigin spýtur. Hann hefði engan tengilið í Brasilíu. Einfarinn með kókaínið Karl Magnús Grönvold (29 ára) var í júní árið 2007 handtekinn við komuna til Brasiliu og á honum fannst kókaín. Fyrstu fregnir frá þarlendum yfirvöldum hermdu að hann hefði haft sex kíló af kókaínin í fórum sínum, en kílóin voru á endanum einungis tvö og hálft. Karl Magnús var dæmdur í fangelsi í þrjú ár og ellefu mánuði en hann situr inni í Útlendingafangelsi um 300 kílómetra fra Sao Paulo. Líkt og Ingólfur Rúnar sagðist Karl Magnús hafa átt frumkvæði að smyglinu og ekki eiga sér vitorðsmenn. Tengdar fréttir Íslendingur tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu Tuttugu og fjögurra ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvelli í Brasilíu á leið sinni til Spánar með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í fórum sínum. Fulltrúar alríkislögreglu Brasilíu handtóku piltinn á Alþjóðaflugvellinum í Recife á föstudagskvöldið en hann var þá á leið til Malaga á Spáni. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv en brasilískir fjölmiðlar hafa sagt hann heita Ragnar Hermannsson. 5. maí 2009 12:33 Fjölmiðlar í Brasilíu sýna máli Ragnars mikinn áhuga - myndband Brasilískir fjölmiðlar fjalla mikið um mál Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var á föstudagskvöldið með tæp sex kíló af kókaíni á Alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu. Fíkniefnafundurinn mun vera sá stærsta á árinu á flugvellinum en brasilískur karlmaður sem var á leið í sama flug og Ragnar var tekinn með kíló af kókaíni. 5. maí 2009 13:22 Var hættur að mæta í vinnuna „Mér fannst eins og hann væri kominn í einhverja óreglu en ég get ekki fullyrt það. Hann svaf yfir sig í hádeginu og kom of seint. Þess vegna urðum við að láta hann fara," segir Linda. 5. maí 2009 15:38 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Ragnar Erling Hermannsson sem handtekinn var í borginni Recife í Brasilíu á föstudagskvöldið fyrir innflutning á tæpum sex kílóum af kókaíni er ekki fyrsti íslendingurinn sem handtekinn er fyrir fíkniefnasmygl þar í landi. Frá því í júní 2006 hafa þrír aðrir íslendingar verið handteknir vegna fíkniefnasmygls, ýmist á leið úr landi eða inn í landið. Íslendingarnir hafa verið með kókaín, hass og barnapúður og voru allir dæmdir til fangelsisvistar í landinu.Brasilíufanginn með barnapúðrið Hlynur Smári Sigurðarson (24 ára) var handtekinn í júní árið 2006 með tvær pakkningar af ætluðum fíkniefnum í fórum sínum. Í annarri voru 100 grömm af kókaíni en í hinni um tvö kíló af efni sem reyndist við efnagreiningu vera barnapúður. Hlynur hlaut þriggja ára fangelsisdóm en hann hafði setið inni í níu og hálfan mánuð áður en dómur féll og kom það til frádráttar. Hlynur Smári lýsti skelfilegum aðbúnaði í fangelsinu sem hann dvaldi í í viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Þá lýsti hann því þegar samfangi hans reyndi að drepa hann fyrir sígarettu og sagðist ganga með tálgaðan tannbursta á sér ef ske kynni að einhver réðist á hann. Hann deildi einnig tveggja manna klefa með tíu öðrum föngum og fékk ekkert nema myglað brauð og ormafullt vatn sér til næringar. Hasssmyglarinn frá Amsterdam Ingólfur Rúnar Sigurz (30 ára) var handtekinn í ágúst árið 2006 með tólf kíló af hassi á flugvellinum í Sao Paulo en hann var að koma til landsins frá Amsterdam. Við gegnumlýsingu fundust í farangri hans 12,2 kíló af hassi og í kjölfarið fjórar e-töflur. Ingólfur játaði smyglið við yfirheyrslur og var það talið honum til refsilækkunar en hann var dæmdur í sex ára og átta mánaða fangelsi. Ingólfur sagði þessa ferð vera þá fyrstu sem hann hafi farið til Brasilíu. Hann hafi greitt fimm þúsund dali fyrir efnin í Amsterdam og ætlaði að selja það upp á eigin spýtur. Hann hefði engan tengilið í Brasilíu. Einfarinn með kókaínið Karl Magnús Grönvold (29 ára) var í júní árið 2007 handtekinn við komuna til Brasiliu og á honum fannst kókaín. Fyrstu fregnir frá þarlendum yfirvöldum hermdu að hann hefði haft sex kíló af kókaínin í fórum sínum, en kílóin voru á endanum einungis tvö og hálft. Karl Magnús var dæmdur í fangelsi í þrjú ár og ellefu mánuði en hann situr inni í Útlendingafangelsi um 300 kílómetra fra Sao Paulo. Líkt og Ingólfur Rúnar sagðist Karl Magnús hafa átt frumkvæði að smyglinu og ekki eiga sér vitorðsmenn.
Tengdar fréttir Íslendingur tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu Tuttugu og fjögurra ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvelli í Brasilíu á leið sinni til Spánar með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í fórum sínum. Fulltrúar alríkislögreglu Brasilíu handtóku piltinn á Alþjóðaflugvellinum í Recife á föstudagskvöldið en hann var þá á leið til Malaga á Spáni. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv en brasilískir fjölmiðlar hafa sagt hann heita Ragnar Hermannsson. 5. maí 2009 12:33 Fjölmiðlar í Brasilíu sýna máli Ragnars mikinn áhuga - myndband Brasilískir fjölmiðlar fjalla mikið um mál Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var á föstudagskvöldið með tæp sex kíló af kókaíni á Alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu. Fíkniefnafundurinn mun vera sá stærsta á árinu á flugvellinum en brasilískur karlmaður sem var á leið í sama flug og Ragnar var tekinn með kíló af kókaíni. 5. maí 2009 13:22 Var hættur að mæta í vinnuna „Mér fannst eins og hann væri kominn í einhverja óreglu en ég get ekki fullyrt það. Hann svaf yfir sig í hádeginu og kom of seint. Þess vegna urðum við að láta hann fara," segir Linda. 5. maí 2009 15:38 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Íslendingur tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu Tuttugu og fjögurra ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvelli í Brasilíu á leið sinni til Spánar með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í fórum sínum. Fulltrúar alríkislögreglu Brasilíu handtóku piltinn á Alþjóðaflugvellinum í Recife á föstudagskvöldið en hann var þá á leið til Malaga á Spáni. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv en brasilískir fjölmiðlar hafa sagt hann heita Ragnar Hermannsson. 5. maí 2009 12:33
Fjölmiðlar í Brasilíu sýna máli Ragnars mikinn áhuga - myndband Brasilískir fjölmiðlar fjalla mikið um mál Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var á föstudagskvöldið með tæp sex kíló af kókaíni á Alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu. Fíkniefnafundurinn mun vera sá stærsta á árinu á flugvellinum en brasilískur karlmaður sem var á leið í sama flug og Ragnar var tekinn með kíló af kókaíni. 5. maí 2009 13:22
Var hættur að mæta í vinnuna „Mér fannst eins og hann væri kominn í einhverja óreglu en ég get ekki fullyrt það. Hann svaf yfir sig í hádeginu og kom of seint. Þess vegna urðum við að láta hann fara," segir Linda. 5. maí 2009 15:38