Innlent

Íslendingur tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu

Kókaínið sem Ragnar var tekinn með.
Kókaínið sem Ragnar var tekinn með. MYND/Policia Federal

Tuttugu og fjögurra ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvelli í Brasilíu á leið sinni til Spánar með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í fórum sínum. Fulltrúar alríkislögreglu Brasilíu handtóku piltinn á Alþjóðaflugvellinum í Recife á föstudagskvöldið en hann var þá á leið til Malaga á Spáni. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv en brasilískir fjölmiðlar hafa sagt hann heita Ragnar Hermannsson.

Í farangri piltsins fundust um 5,7 kg af mjög hreinu kókaíni, sem búið var að koma fyrir í smáum pakkningum neðst í ferðatösku hans. Brasilíska blaðið O Globo segir að lögregla telji að pilturinn hafi átt að fá um 1,7, milljónir íslenskra króna fyrir smyglið.

Nokkrum mínútum eftir að íslendingurinn var handtekinn var brasilískur maður handtekinn með eitt kíló af kókaíni á leið í sama flug, ekki er talið að þeir tengist en hafi fengið efnin á sama stað.

Pétur Ásgeirsson skrifstofustjóri hjá Utanríkisráðuneytinu staðfesti í samtali við Rúv að beiðni hefði borist frá fjölskyldu mannsins um að grennslast fyrir um málið en ráðuneytið sendi brasilískum stjórnvöldum fyrirspurn vegna málsins í kjölfarið. Enn hafi ekkert svar borist.

Ekki er vitað til þess að pilturinn hafi hlotið dóm hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×