Innlent

Var hættur að mæta í vinnuna

Ellý Ármannsdóttir skrifar
Ragnar Erling Hermannsson og Linda Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Hress.
Ragnar Erling Hermannsson og Linda Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Hress.

Ragnar Erling Hermannsson sem var handtekinn var á föstudagskvöldið með tæp sex kíló af kókaíni á Alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu kenndi Bodystep hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði.

„Svo virðist sem eitthvað hafi farið að halla undan fæti hjá honum því hann hætti skyndilega að mæta. Hann kom ekki alltaf þegar hann átti að kenna," segir Linda Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri Hress aðspurð um Ragnar.

„Mér fannst eins og hann væri kominn í einhverja óreglu en ég get ekki fullyrt það. Þess vegna urðum við að láta hann fara," segir Linda.

„Okkur þótti svo vænt um hann og vildum honum svo vel. Hann er frekar heillandi og fínn kennari þegar hann var að standa sig. Við sögðum honum upp sumarið 2008."

„Síðast þegar við fréttum af honum ætlaði hann að fara að kenna Bodystep í Englandi," segir Linda.


Tengdar fréttir

Íslendingur tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu

Tuttugu og fjögurra ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvelli í Brasilíu á leið sinni til Spánar með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í fórum sínum. Fulltrúar alríkislögreglu Brasilíu handtóku piltinn á Alþjóðaflugvellinum í Recife á föstudagskvöldið en hann var þá á leið til Malaga á Spáni. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv en brasilískir fjölmiðlar hafa sagt hann heita Ragnar Hermannsson.

Fjölmiðlar í Brasilíu sýna máli Ragnars mikinn áhuga - myndband

Brasilískir fjölmiðlar fjalla mikið um mál Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var á föstudagskvöldið með tæp sex kíló af kókaíni á Alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu. Fíkniefnafundurinn mun vera sá stærsta á árinu á flugvellinum en brasilískur karlmaður sem var á leið í sama flug og Ragnar var tekinn með kíló af kókaíni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×