Innlent

Tinna Gunnlaugsdóttir sækist eftir endurskipun

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Tinna Gunnlaugsdóttir
Tinna Gunnlaugsdóttir Mynd/Stefán
Alls sóttu tíu manns um stöðu þjóðleikhússstjóra, en umsóknarfrestur rann út klukkan 16 síðastliðinn föstudag. Ein umsókn var dregin til baka. Menntamálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra í embætti til fimm ára í senn, frá og með 1. janúar 2010. Í embætti þjóðleikhússtjóra skal skipaður einstaklingur með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa.

Umsækjendur eru:

Ari Matthíasson, leikari,

Hilmar Jónsson, leikstjóri,

Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og rithöfundur,

Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri,

Magnús Ragnarsson, framleiðandi,

Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra,

Sigurður Kaiser, framkvæmdastjóri og leikhúshönnuður,

Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri og

Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×