Tíu myndir á franskri hátíð 15. janúar 2009 06:00 Opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar, Entre les murs, eða Skólabekkurinn, hlaut Gullpálmann á Cannes-hátíðinni síðasta vor. Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun og stendur til 29. janúar. Sýndar verða tíu myndir, þar á meðal opnunarmyndin Entre les murs sem hlaut Gullpálmann í Cannes síðasta vor. Franska kvikmyndahátíðin, sem er sú níunda í röðinni, fer fram í Háskólabíói og að henni standa Græna ljósið og Alliance français í samstarfi við sendiráð Frakklands, Belgíu og Kanada. Sýndar verða tíu gæðamyndir, þar af sín myndin hvor frá Belgíu og Kanada. Þetta er í fyrsta skipti sem sýndar eru myndir frá öðrum löndum en Frakklandi á hátíðinni en allar myndirnar eru engu að síður á frönsku. Þrjár myndanna eru með íslenskum texta: Skólabekkurinn (Entre les Murs), Françoise Sagan og Refurinn og barnið. Aðrar myndir eru textaðar á ensku. Entre les murs segir frá François sem er ungur frönskukennari í gagnfræðaskóla fyrir vandræðaunglinga. Hann hikar ekki við að svara nemendum sínum fullum hálsi eins og tungumálið sjálft sé í húfi og slík vinnubrögð geta haft sínar afleiðingar. Entre les murs er í hópi níu mynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Fækkað verður í hópnum niður í fimm 22. janúar þegar tilkynnt verður um tilnefningarnar. Myndin hefur hlotið sérlega góða dóma, þar á meðal 7,9 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com og hvorki meira né minna en 97% á síðunni Rottentomatoes.com. Heiðursgestur frönsku kvikmyndahátíðarinnar er franski leikstjórinn Luc Jacquet sem gerði hina geysivinsælu mynd Ferðalag keisaramörgæsanna. Hann verður viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, barnamyndarinnar Refurinn og barnið, laugardaginn 17. janúar kl. 20. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Graenaljosid.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun og stendur til 29. janúar. Sýndar verða tíu myndir, þar á meðal opnunarmyndin Entre les murs sem hlaut Gullpálmann í Cannes síðasta vor. Franska kvikmyndahátíðin, sem er sú níunda í röðinni, fer fram í Háskólabíói og að henni standa Græna ljósið og Alliance français í samstarfi við sendiráð Frakklands, Belgíu og Kanada. Sýndar verða tíu gæðamyndir, þar af sín myndin hvor frá Belgíu og Kanada. Þetta er í fyrsta skipti sem sýndar eru myndir frá öðrum löndum en Frakklandi á hátíðinni en allar myndirnar eru engu að síður á frönsku. Þrjár myndanna eru með íslenskum texta: Skólabekkurinn (Entre les Murs), Françoise Sagan og Refurinn og barnið. Aðrar myndir eru textaðar á ensku. Entre les murs segir frá François sem er ungur frönskukennari í gagnfræðaskóla fyrir vandræðaunglinga. Hann hikar ekki við að svara nemendum sínum fullum hálsi eins og tungumálið sjálft sé í húfi og slík vinnubrögð geta haft sínar afleiðingar. Entre les murs er í hópi níu mynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Fækkað verður í hópnum niður í fimm 22. janúar þegar tilkynnt verður um tilnefningarnar. Myndin hefur hlotið sérlega góða dóma, þar á meðal 7,9 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com og hvorki meira né minna en 97% á síðunni Rottentomatoes.com. Heiðursgestur frönsku kvikmyndahátíðarinnar er franski leikstjórinn Luc Jacquet sem gerði hina geysivinsælu mynd Ferðalag keisaramörgæsanna. Hann verður viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, barnamyndarinnar Refurinn og barnið, laugardaginn 17. janúar kl. 20. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Graenaljosid.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira