Nýtir skinn sem hefði annars verið fargað 12. nóvember 2009 06:00 Landbúnaðarráðherra var meðal þeirra sem fengu að sjá og finna áferð á jökkum, kápum og fylgihlutum sem unnin eru úr skinni smálamba sem drepast við burð eða stuttu eftir burð. Skinnin þykja einstaklega mjúk og falleg og fatnaðurinn hlýr en léttur. Fréttablaðið/Stefán Skinn af lömbum sem drepast við burð eða drepast áður en þau eru rekin á fjall eru nú nýtt í nýrri fatalínu Eggerts Jóhannssonar feldskera. „Íslendingar átta sig ekki alltaf á því hvað þeir eru með mikil verðmæti í kringum sig,“ segir Eggert, en fatnaðurinn sem hann kynnti í gær er afrakstur fyrsta ársins í þriggja ára tilraunaverkefni. Nýja fatalínan nefnist Born Again, en verkefnið er unnið í samstarfi Eggerts, Helgu Björnsson, fatahönnuðar í París, Landssamtaka sauðfjárbænda og Loðskinnu á Sauðárkróki. „Fyrsta skrefið hefur verið stigið í nýtingu á hráefni sem annars hefði verið hent,“ sagði Eggert feldskeri á kynningunni í gær. Skinnum af lömbum sem drepist hafa áður en hægt hefur verið að reka þau á fjall hefur jafnan verið fargað með skrokkunum. Sindri Sigurgeirsson segir að nú kunni þó að vera eftir einhverju að slægjast fyrir bændur að leggja sig eftir því að halda upp á þau. Bændur fá greiddar 1.250 krónur fyrir skinnið, en þurfa sjálfir að sjá um fláningu og að koma því í sútun. „Það verður því bara að koma í ljós hvort bændur geta gefið sér tíma í þetta á vorin þegar hvað mest er að gera,“ segir Sindri, en telur líklegt að fari bændur út í þetta þá reyni þeir að safna saman skinnunum og geyma í frysti svo að þau úldni ekki. „Þetta geta hins vegar orðið dálitlar upphæðir á stóru búi,“ segir hann, en þar sem fæðast milli 13 og 14 hundruð lömb að vori megi geta sér til að um 50 drepist við burð eða á fyrstu dögunum eftir burð. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, sem var viðstaddur kynninguna á Born Again-fatalínunni í gær, fagnaði því sérstaklega í ræðu sinni að hitta þar fyrir gamlan nemanda að norðan í forsvari fyrir vinnsluna á skinninu, Gunnstein Björnsson, framkvæmdastjóra Loðskinnu. „Það eykur enn á ágæti þessa starfs að skinnin eru sútuð og unnin hjá Loðskinni á Sauðárkróki,“ sagði hann, en kvaðst annars sem gamall sauðfjárbóndi vanur að hugsa til þess hvernig gjörnýta mætti landsins afurðir. „Ég er viss um að íslenskir bændur taka þessu vel.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Skinn af lömbum sem drepast við burð eða drepast áður en þau eru rekin á fjall eru nú nýtt í nýrri fatalínu Eggerts Jóhannssonar feldskera. „Íslendingar átta sig ekki alltaf á því hvað þeir eru með mikil verðmæti í kringum sig,“ segir Eggert, en fatnaðurinn sem hann kynnti í gær er afrakstur fyrsta ársins í þriggja ára tilraunaverkefni. Nýja fatalínan nefnist Born Again, en verkefnið er unnið í samstarfi Eggerts, Helgu Björnsson, fatahönnuðar í París, Landssamtaka sauðfjárbænda og Loðskinnu á Sauðárkróki. „Fyrsta skrefið hefur verið stigið í nýtingu á hráefni sem annars hefði verið hent,“ sagði Eggert feldskeri á kynningunni í gær. Skinnum af lömbum sem drepist hafa áður en hægt hefur verið að reka þau á fjall hefur jafnan verið fargað með skrokkunum. Sindri Sigurgeirsson segir að nú kunni þó að vera eftir einhverju að slægjast fyrir bændur að leggja sig eftir því að halda upp á þau. Bændur fá greiddar 1.250 krónur fyrir skinnið, en þurfa sjálfir að sjá um fláningu og að koma því í sútun. „Það verður því bara að koma í ljós hvort bændur geta gefið sér tíma í þetta á vorin þegar hvað mest er að gera,“ segir Sindri, en telur líklegt að fari bændur út í þetta þá reyni þeir að safna saman skinnunum og geyma í frysti svo að þau úldni ekki. „Þetta geta hins vegar orðið dálitlar upphæðir á stóru búi,“ segir hann, en þar sem fæðast milli 13 og 14 hundruð lömb að vori megi geta sér til að um 50 drepist við burð eða á fyrstu dögunum eftir burð. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra, sem var viðstaddur kynninguna á Born Again-fatalínunni í gær, fagnaði því sérstaklega í ræðu sinni að hitta þar fyrir gamlan nemanda að norðan í forsvari fyrir vinnsluna á skinninu, Gunnstein Björnsson, framkvæmdastjóra Loðskinnu. „Það eykur enn á ágæti þessa starfs að skinnin eru sútuð og unnin hjá Loðskinni á Sauðárkróki,“ sagði hann, en kvaðst annars sem gamall sauðfjárbóndi vanur að hugsa til þess hvernig gjörnýta mætti landsins afurðir. „Ég er viss um að íslenskir bændur taka þessu vel.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira