Fótbolti

LA Galaxy tapaði í vítaspyrnukeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham í leiknum í nótt.
David Beckham í leiknum í nótt. Mynd/AP
David Beckham og félagar í LA Galaxy töpuðu í nótt fyrir Real Salt Lake í úrslitaleik MLS-deildarinnar í knattspyrnu, 5-4 í vítaspyrnukeppni.

Galaxy komst yfir á 40. mínútu leiksins og átti Beckham þátt í markinu. Hann átti lykilsendingu á Landon Donovan sem kom boltanum fyrir markið þar sem Mike Magee skoraði með föstu skoti.

Robbie Findley jafnaði þó fyrir Salt Lake á 63. mínútu og var ekkert skorað í framlengingunni.

Beckham tók fyrstu spyrnuna í vítspyrnukeppninni en úrslitin réðust þó ekki fyrr en í sjöundu umferð. Rimando, markvörður Salt Lake, varði frá Edson Buddle og Robbie Russell tryggði svo Salt Lake sigurinn í kjölfarið.

„Þetta er eins og rússnesk rúlletta," sagði Beckham. „Það er ekki gaman að tapa á þennan máta en svona er þetta bara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×