Enski boltinn

Ég vil vera hetja hjá Chelsea eins og Drogba

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Salomon Kalou, framherji Chelsea, hefur opnað sig og játað að dreyma um að verða álíka hetja hjá Chelsea og landi hans, Didier Drogba.

Kalou skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Chelsea í október og hann er hamingjusamur í London.

„Ég er ánægður hjá Chelsea. Ég reyni að bæta mig á hverju ári. Ég tel mig fá fleiri tækifæri á hverju ári og ég reyni að nýta þau tækifæri vel," sagði Kalou.

„Ég er að vonast til þess að verða einhvern tímann mikilvægur leikmaður hjá félaginu. Ég vinn hart að því og stefni á að vera álíka hetja og Drogba hjá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×