Gunnar hættir sem bæjarstjóri: Kominn tími á kónginn Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 16. júní 2009 10:05 „Ég lagði það til á fundinum í gær með mínum flokksfélögum að það væri kominn tími á kónginn," segir Gunnar Birgisson sem fyrir skemmstu lauk fundi með Ómari Stefánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarmanna í Kópavogi og samstarfsfélaga Gunnars í meirihlutanum í Kópavogi. Niðurstaða þess fundar var sú að Gunnar hættir sem bæjarstjóri. Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að það ætti eftir að ganga frá því hvenær hann myndi láta af störfum. Aðspurður hvort hann væri sáttur við þessa niðurstöðu svaraði Gunnar: „Ég tek hagsmuni flokksins og bæjarbúa í Kópavogi fram yfir mína," segir Gunnar sem mun þó áfram starfa sem bæjarfulltrúi og verður eftir sem áður forystumaður flokksins í Kópavogi. Aðspurður hvort að hann hafi átt frumkvæði að því að hætta sjálfur segir hann það hafa verið kröfu Framsóknarsflokksins að hann léti af störfum. Flokksbræður hans í Kópavogi hafi hinsvegar lýst yfir eindregnum stuðningi við hann og hans störf. „Það var mikill stuðningur við mig á þessum fundi í gærkvöldi. Það var svo sett í hendurnar á okkur bæjarfulltrúunum að leiða þetta mál til lykta," segir Gunnar. Hann segir að það sé ekki búið að finna eftirmann hans í starf bæjarstjóra. Aðspurður hvort það yrði Gunnsteinn Sigurðsson eða Ármann Kr. Ólafsson líkt og rætt hefur verið um svaraði hann: „Ég segi ekkert." Tengdar fréttir Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanni fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum. 15. júní 2009 23:46 Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu. 16. júní 2009 09:46 „Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“ Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins. 16. júní 2009 09:18 Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
„Ég lagði það til á fundinum í gær með mínum flokksfélögum að það væri kominn tími á kónginn," segir Gunnar Birgisson sem fyrir skemmstu lauk fundi með Ómari Stefánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarmanna í Kópavogi og samstarfsfélaga Gunnars í meirihlutanum í Kópavogi. Niðurstaða þess fundar var sú að Gunnar hættir sem bæjarstjóri. Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að það ætti eftir að ganga frá því hvenær hann myndi láta af störfum. Aðspurður hvort hann væri sáttur við þessa niðurstöðu svaraði Gunnar: „Ég tek hagsmuni flokksins og bæjarbúa í Kópavogi fram yfir mína," segir Gunnar sem mun þó áfram starfa sem bæjarfulltrúi og verður eftir sem áður forystumaður flokksins í Kópavogi. Aðspurður hvort að hann hafi átt frumkvæði að því að hætta sjálfur segir hann það hafa verið kröfu Framsóknarsflokksins að hann léti af störfum. Flokksbræður hans í Kópavogi hafi hinsvegar lýst yfir eindregnum stuðningi við hann og hans störf. „Það var mikill stuðningur við mig á þessum fundi í gærkvöldi. Það var svo sett í hendurnar á okkur bæjarfulltrúunum að leiða þetta mál til lykta," segir Gunnar. Hann segir að það sé ekki búið að finna eftirmann hans í starf bæjarstjóra. Aðspurður hvort það yrði Gunnsteinn Sigurðsson eða Ármann Kr. Ólafsson líkt og rætt hefur verið um svaraði hann: „Ég segi ekkert."
Tengdar fréttir Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanni fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum. 15. júní 2009 23:46 Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu. 16. júní 2009 09:46 „Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“ Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins. 16. júní 2009 09:18 Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Gunnar gengur til viðræðna við Framsókn Fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lauk nú fyrir stundu. Á fundinum bar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, upp tillögu um að hann myndi ásamt bæjarfulltrúum flokksins ganga til fundar við Framsóknarmenn um áframhaldandi samstarf. Að sögn Óttars Felix Haukssonar, formanni fulltrúaráðsins, var góð sátt um tillöguna á fundinum. 15. júní 2009 23:46
Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu. 16. júní 2009 09:46
„Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“ Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins. 16. júní 2009 09:18
Eyða þarf óvissunni - vill Gunnar og spillinguna burt „Óvissa er aldrei góð og hjálpar hvorki bæjarfélaginu og alveg örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum né meirihlutanum,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna í Kópavogi, um stöðu mála í bæjarfélaginu en talsverð óvissa hefur verið um framtíð Gunnars Birgissonar sem bæjarstjóra vegna viðskipta dóttur hans við Kópavog. 15. júní 2009 10:11