Norskt par var stöðvað og á yfir höfði sér himinháar sektir, ekki eingöngu fyrir að aka á rúmlega 130 kílómetra hraða á þjóðvegi rétt utan við Ósló heldur einnig fyrir að stunda kynmök meðan á akstrinum stóð. Lögregluþjónn sagði fjölmiðlum að bíllinn hefði rásað til og frá á veginum og þegar lögregla hefði stöðvað aksturinn hefði komið í ljós að konan sat í kjöltu mannsins og hafði við hann mök. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og veitt alvarlegt tiltal af hálfu lögreglunnar.
Kynmök á kolólöglegum hraða
Atli Steinn Guðmundsson skrifar
