Fasískar tillögur samþykktar á landsfundi Borgarahreyfingarinnar

Fyrir fundinum lágu tvær tillögur að lögum flokksins. Þær snérust í meginatriðum um hvort að Borgarahreyfingin eigi að verða hefðbundinn stjórnmálaflokkur sem bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum eða að Borgarahreyfingin verði áfram grasrótarhreyfing og vinni samkvæmt fyrirliggjandi stefnu. Sú seinni var felld en meðal meðflutningsmanna þeirra tillögu voru þingmenn flokksins og Baldvin Jónsson, fráfarandi formaður.
„Ég er leiður vegna þessa máls, leiður yfir því að hreyfing sem okkar geti samþykkt yfir sig lagabreytingar þar sem fram koma fasískar tillögur sem setja eiga bæði þinghóp og alla félaga hreyfingarinnar undir dóm, ef svo ber undir," segir Baldvin í pistli á heimasíðu sinni.
Hann undrast að slíkar hugmyndir hafi náð fram að ganga í hreyfingu, sem sérstaklega hafi kennt sig við lýðræðisumbætur og persónukjör.
Baldvin sækist ekki eftir endurkjöri í stjórn Borgarahreyfingarinnar.
Tengdar fréttir

Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök
Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar.

Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag
Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins.

Kosið um framtíð Borgarahreyfingarinnar
Kosið verður um það í dag hvort Borgarahreyfingin verði áframhaldandi hreyfing eða hefðbundinn stjórnmálaflokkur á fyrsta landsfundi hreyfingarinnar á Grand hóteli. Hundrað manns sitja nú fundinn og fer stjórnarkjör fram síðdegis.