Formaður Borgarahreyfingarinnar: Við gerðum byrjendamistök 12. september 2009 10:17 Baldvin tók við sem formaður Borgarahreyfingarinnar eftir að Herbert Sveinbjörnsson lét af embætti sem formaður um miðjan ágúst. Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. Frá því að Borgarahreyfingin hlaut fjóra þingmenn kjörna í kosningunum í apríl hefur mikið gengið á innan flokksins. Baldvin sagði vanda Borgarahreyfingarinnar undanfarna mánuði vera að miklu leyti tilkominn vegna skorts á innra skipulagi flokksins. „Við erum ung hreyfing, í rauninni aðeins værðarvoðungur enn í pólitík, og hefur það sést á fjölmörgum mistökum sem gerð hafa verið frá því að frábærum árangri var náð í kosningabaráttunni. Mistökum sem ég vil leyfa mér að nefna byrjendamistök, mistökum sem að ég er sannfærður um að við höfum lært mikið af og munu verða til þess að tukta okkur til og styrkja í pólitísku baráttunni sem framundan er," sagði formaðurinn. Segir ríkisstjórnina taka við skipunum frá AGS Baldvin sagði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur engu betri en fyrri ríkisstjórn. Stjórnin hafi sýnt að hún sé algerlega jafn vanhæf þeirri fyrri þegar komi að lausnum á vanda heimilanna. „Hún tók einfaldlega við tilskipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þeim aðgerðarpakka sem að hann hafði þegar lagt fram og samþykkti að framfylgja honum að öllu leyti að virðist, erlendum auðhringjum til mikillar ánægju vænti ég." Framboð til sveitarstjórnarkosninga Þá sagði Baldvin umræðu um mögulegt framboð Borgarahreyfingarinnar til sveitarstjórnarkosninga vera augljóslega vangaveltur sem flokkurinn þurfi að taka afstöðu til. Hvort að félagar vilji að boðið verði fram undir merkjum Borgarahreyfingarinnar eða hvort að boðið verði fram í gegnum minni grasrótarhópum á hverju svæði fyrir sig. Tengdar fréttir Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins. 12. september 2009 09:24 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Baldvin Jónsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, telur flokkinn hafa gert byrjendamistök eftir að hafa náð frábærum árangri í kosningunum í vor. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar sem Baldvin flutti eftir að landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst í morgun. Hann sagði núveranandi ríkisstjórn í litlu sem engu hafa breytt út frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. Frá því að Borgarahreyfingin hlaut fjóra þingmenn kjörna í kosningunum í apríl hefur mikið gengið á innan flokksins. Baldvin sagði vanda Borgarahreyfingarinnar undanfarna mánuði vera að miklu leyti tilkominn vegna skorts á innra skipulagi flokksins. „Við erum ung hreyfing, í rauninni aðeins værðarvoðungur enn í pólitík, og hefur það sést á fjölmörgum mistökum sem gerð hafa verið frá því að frábærum árangri var náð í kosningabaráttunni. Mistökum sem ég vil leyfa mér að nefna byrjendamistök, mistökum sem að ég er sannfærður um að við höfum lært mikið af og munu verða til þess að tukta okkur til og styrkja í pólitísku baráttunni sem framundan er," sagði formaðurinn. Segir ríkisstjórnina taka við skipunum frá AGS Baldvin sagði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur engu betri en fyrri ríkisstjórn. Stjórnin hafi sýnt að hún sé algerlega jafn vanhæf þeirri fyrri þegar komi að lausnum á vanda heimilanna. „Hún tók einfaldlega við tilskipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þeim aðgerðarpakka sem að hann hafði þegar lagt fram og samþykkti að framfylgja honum að öllu leyti að virðist, erlendum auðhringjum til mikillar ánægju vænti ég." Framboð til sveitarstjórnarkosninga Þá sagði Baldvin umræðu um mögulegt framboð Borgarahreyfingarinnar til sveitarstjórnarkosninga vera augljóslega vangaveltur sem flokkurinn þurfi að taka afstöðu til. Hvort að félagar vilji að boðið verði fram undir merkjum Borgarahreyfingarinnar eða hvort að boðið verði fram í gegnum minni grasrótarhópum á hverju svæði fyrir sig.
Tengdar fréttir Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins. 12. september 2009 09:24 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkjör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins. 12. september 2009 09:24