Innlent

Ný stjórn Borgarahreyfingarinnar kjörin í dag

Forystumenn Borgarahreyfingarinnar kynntu stefnumálin á fundi með blaðamönnum í lok mars. Síðan þá hefur mikið gengið á. Mynd/GVA
Forystumenn Borgarahreyfingarinnar kynntu stefnumálin á fundi með blaðamönnum í lok mars. Síðan þá hefur mikið gengið á. Mynd/GVA
Landsfundur Borgarahreyfingarinnar hófst klukkan níu í morgun en hann fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Á eftir verða skipulags- og lagabreytingar ræddar sem og skýrslur stjórnar og þingmanna. Stjórnarkkör fer fram klukkan fjögur í dag en tveir hópar hafa tilkynnt um framboð í stjórn flokksins.

Borgarahreyfingin var stofnuð í vor og hlaut fjóra þingmenn í kosningunum 25. apríl. Síðan þá hefur mikið gengið á og eftir miklar deilur um persónur og málefni klauf Þráinn Bertelsson þingmaður sig úr flokknum, framkvæmdastjóri þingflokksins lét af störfum og formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar sagði skilið við flokkinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×