Innlent

Davíð burt von bráðar

Heimir Már Pétursson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra reiknar með að Alþingi samþykki lög um Seðlabanka Íslands í vikunni og að hún skipi um leið nýjan aðalbankastjóra og aðstoðarbankastjóra til bráðabirgða. Hún telur að núverandi bankastjórar Seðlabankans yfirgefi bankann innan fárra daga.

Alþingi lauk annarri umræðu um seðlabankafrumvarpið á föstudag þar sem farið var yfir breytingatillögur eftir meðferð viðskiptanefndar á frumvarpinu. Samkvæmt því verður bankastjórn bankans lögð niður, en hún hefur verið skipuð bankastjórunum þremur sem farið hefur með yfirstjórnbankans. Þriðja og síðasta umræðan um frumvarpið fer fram á Alþingi á morgun.

Forsætisráðherra segir samþykkt frumvarpsins lykilatriði við endurskipulagningu á efnahagskerfinu og við endurreisn efnahagslífsins.

Þeir sem forsætisráðherra skipar sitja þar til búið er að auglýsa stöður aðalbankastjóra og aðstoðarbankastjóra og ráða í stöðurnar að þeim loknum. En forsætisráðherra reiknar með að Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason hverfi úr Seðlabankanum á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×