Khamenei krefst aðgerða Guðjón Helgason skrifar 21. mars 2009 12:00 Ali Khamenei, æðstiklerkur Írana, á útifundi í Mashhad í Íran í morgun. MYND/APTN Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira