Hvítabjörninn Knútur er geðveikur Óli Tynes skrifar 2. maí 2008 17:05 Knútur er ekki lengur lítill og krúttlegur. Gæslumenn hvítabjarnarins Knúts segja að hann sé með geðbilun á háu stigi. Dýrageðlæknir hafi greint hann í janúar. Stjórnendur dýragarðsins í Berlín vilji halda því leyndu, og hafi hótað þeim brottrekstri ef þeir segi frá.Dýragarðurinn græddi hundruð milljóna króna á Knúti þegar móðir hans hafnaði honum og starfsmenn dýragarðsins tóku að sér að mata hann og ala hann upp. Knútur þótti svo krúttlegur að fólk stóð marga klukkutíma í biðröðum til að sjá hann.Nú er Knútur hinsvegar orðinn stór. Hann er ekki lengur lítill og sætur. Gæslumennirnir segja að Knútur hafi ofmetnast af allri athyglinni. Hann öskri af reiði og tryllingi ef hann hefur ekki nógu marga áhorfendur. Það á allt að snúast um hann sjálfan.Og reiður fullorðinn hvítabjörn er ekkert lamb að leika sér við. Á því fengu að kenna stórir vatnakarfar sem voru í tjörn í búri hans. Knútur drap þá einn af öðrum. Ekki til þess að éta, hann bara tætti þá í sundur fyrir framan agndofa dýragarðsgesti.Þess má geta að á sínum tíma mótmæltu dýravinir því harðlega að Knútur skyldi alinn upp hjá mönnum. Það væri gersamlega ónáttúrulegt fyrir grimmt veiðidýr, eins og hvítabirnir séu. Þeir teldu víst að björninn myndi bila á geðsmunum og sögðu réttast að drepa hann. Erlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Gæslumenn hvítabjarnarins Knúts segja að hann sé með geðbilun á háu stigi. Dýrageðlæknir hafi greint hann í janúar. Stjórnendur dýragarðsins í Berlín vilji halda því leyndu, og hafi hótað þeim brottrekstri ef þeir segi frá.Dýragarðurinn græddi hundruð milljóna króna á Knúti þegar móðir hans hafnaði honum og starfsmenn dýragarðsins tóku að sér að mata hann og ala hann upp. Knútur þótti svo krúttlegur að fólk stóð marga klukkutíma í biðröðum til að sjá hann.Nú er Knútur hinsvegar orðinn stór. Hann er ekki lengur lítill og sætur. Gæslumennirnir segja að Knútur hafi ofmetnast af allri athyglinni. Hann öskri af reiði og tryllingi ef hann hefur ekki nógu marga áhorfendur. Það á allt að snúast um hann sjálfan.Og reiður fullorðinn hvítabjörn er ekkert lamb að leika sér við. Á því fengu að kenna stórir vatnakarfar sem voru í tjörn í búri hans. Knútur drap þá einn af öðrum. Ekki til þess að éta, hann bara tætti þá í sundur fyrir framan agndofa dýragarðsgesti.Þess má geta að á sínum tíma mótmæltu dýravinir því harðlega að Knútur skyldi alinn upp hjá mönnum. Það væri gersamlega ónáttúrulegt fyrir grimmt veiðidýr, eins og hvítabirnir séu. Þeir teldu víst að björninn myndi bila á geðsmunum og sögðu réttast að drepa hann.
Erlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira