Innlent

Hrafnhildur lést af völdum höfuðhöggs - Fjórir í haldi

Hrafnhildur Lilja
Hrafnhildur Lilja

Lögreglan í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu hefur fjóra einstaklinga í haldi í tengslum við morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur. Af þessum fjórum einstaklingum eru þrír karlar og ein kona.

Tvö þeirra voru starfsmenn hótelsins sem Hrafnhildur vann hjá á Cabarete-ströndinni en tveir voru kunningjar hennar.

Að sögn Rafael Calderon, yfirmanns lögreglunnar í Puerto Plata, lést Hrafnhildur eftir þungt höfuðhögg. Hann segir að líklega hafi hún verið slegin í höfuðið með einhvers konar kylfu. Grunn stungusár eftir hníf voru einnig á líkama hennar.

Af þeim fjórum einstaklingum sem nú er í haldi vegna málsins er aðeins einn grunaður um morðið sjálft. Hinum þremur er haldið til þess að afla frekari upplýsinga um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×