Gjaldeyriskreppan leysist mögulega í næstu viku 4. október 2008 12:13 Svo gæti farið að gjaldeyriskreppa þjóðarinnar leystist í næstu viku. Stíf fundahöld eru um allan bæ og ef niðurstaða næst um helgina, gæti peningar lífeyrissjóðanna í útlöndum verið komnir heim seinnipartinn í næstu viku. Reiknað er með að forsætisráðherra og iðnaðarráðherra hitti meðal annarra forystumenn lífeyrissjóðanna í dag, til að ræða mögulega aðkomu þeirra að lausn vandans, en að auki er verið að leita lána hjá öllum helstu seðlabönkum heims. Almennt er búist við að stjórnvöld í samvinnu við lífeyrissjóði, verkalýðshreyfingu og samtök atvinnulífsins og fleiri muni reyna að setja saman aðgerðarpakka í efnahagsmálum um helgina. Ekki hefur náðst í talsmenn ASÍ í morgun, en í Sætúninu sat vinnuhópur á vegum Lífeyrissjóðanna á fundi í morgun að undirbúa stóran fund með stjórnarformönnum og framkvæmdastjórum lífeyrissjóðanna sem verður síðar í dag. Ríkisstjórnin fór þess á leit við lífeyrissjóðina á fimmtudagskvöld og síðan á fundi í gærmorgun að lífeyrissjóðirnir komi með umtalsvert fjármagn erlendis frá og inn í íslenska hagkerfið. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, segir það skilyrði að lífeyrissjóðirnir fengju góða tryggingu fyrir þessu fé. Hann segir að um lífeyrissjóðirnir eigi 500 milljarða íslenskra króna í útlöndum. Hinsvegar sé enginn að tala um alla þá upphæð, en lífeyrissjóðirnir hafi ekki fengið upplýsingar um það frá stjórnvöldum eða Seðlabanka mikla upphæð þurfi á að halda. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra leiða starf ríkisstjórnarinnar um að móta aðgerðarpakka um helgina, til að takast á við lausafjárvanda þjóðarinnar. Þeir munu funda með fulltrúum lífeyrissjóðanna síðar í dag. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Svo gæti farið að gjaldeyriskreppa þjóðarinnar leystist í næstu viku. Stíf fundahöld eru um allan bæ og ef niðurstaða næst um helgina, gæti peningar lífeyrissjóðanna í útlöndum verið komnir heim seinnipartinn í næstu viku. Reiknað er með að forsætisráðherra og iðnaðarráðherra hitti meðal annarra forystumenn lífeyrissjóðanna í dag, til að ræða mögulega aðkomu þeirra að lausn vandans, en að auki er verið að leita lána hjá öllum helstu seðlabönkum heims. Almennt er búist við að stjórnvöld í samvinnu við lífeyrissjóði, verkalýðshreyfingu og samtök atvinnulífsins og fleiri muni reyna að setja saman aðgerðarpakka í efnahagsmálum um helgina. Ekki hefur náðst í talsmenn ASÍ í morgun, en í Sætúninu sat vinnuhópur á vegum Lífeyrissjóðanna á fundi í morgun að undirbúa stóran fund með stjórnarformönnum og framkvæmdastjórum lífeyrissjóðanna sem verður síðar í dag. Ríkisstjórnin fór þess á leit við lífeyrissjóðina á fimmtudagskvöld og síðan á fundi í gærmorgun að lífeyrissjóðirnir komi með umtalsvert fjármagn erlendis frá og inn í íslenska hagkerfið. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, segir það skilyrði að lífeyrissjóðirnir fengju góða tryggingu fyrir þessu fé. Hann segir að um lífeyrissjóðirnir eigi 500 milljarða íslenskra króna í útlöndum. Hinsvegar sé enginn að tala um alla þá upphæð, en lífeyrissjóðirnir hafi ekki fengið upplýsingar um það frá stjórnvöldum eða Seðlabanka mikla upphæð þurfi á að halda. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra leiða starf ríkisstjórnarinnar um að móta aðgerðarpakka um helgina, til að takast á við lausafjárvanda þjóðarinnar. Þeir munu funda með fulltrúum lífeyrissjóðanna síðar í dag.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira