Innlent

Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja

MYND/Stöð 2

Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. Hann telur að það sé verða um seinan fyrir skipin að finna flugvélina þar sem farið er að skyggja og skipverjar sjái ekkert í myrkri.

Skipin sem taka þátt í leitinni sigla nú í línu frá þeim stað þar sem síðast var vitað um flugvélina í átt að landi og reyna þannig að finna vélina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×