Innlent

Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar.

Þær upplýsingar fengust hjá Landhelgisgæslunni að vélin hefði farið í sjóinn rétt fyrir klukkan hálffimm en neyðarkall barst frá henni fyrir fjögur í dag. Tilkynnti flugmaðurinn að drepist hefði á öðrum hreyflinum og hann ætti í erfiðleikum með að flytja eldsneyti á milli tanka. Að sögn Hrafnhildar Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða, var vélin á leið frá Grænlandi til Keflavíkur og virðist sem hún hafi orðið eldsneytislaus eftir þessi vandræði.

Þær upplýsingar fengust hjá Gæslunni að neyðarsendir vélarinnar hefði ekki fundist. Von er á björgunarbátum frá suðvesturhorninu til leitar á svæðinu og þá munu fiskiskip sem stödd voru á þessum slóðum taka þátt í leitinni. Enn fremur fer önnur þyrla á vegum Landhelgisgæslunnar að leita mannsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×