Erlent

ESB segir Serbíu-samning ótímabæran

Olli Rehn.
Olli Rehn. MYND/AFP

Olli Rehn formaður nefndar um stækkun Evrópusambandsins segir að bráðabirgðasamningur um aðild Serbíu að ESB ætti að undirrita bráðlega, en þó ekki fyrr en forsetakosningar í landinu eru yfirstaðnar.

Fyrir fund með utnaríkisráðherrum bandalagsins í Brussel í dag sagði Rehn að Serbía ætti að fá skýr skilaboð um framtíð Evrópu. Hann bætti við að ekki væri tímabært að skrifa undir slíkan samning fyrr en úrslit forsetakosninganna næstu helgi væru ráðin.

Hollenska ríkisstjórnin telur þó að framselja verði Ratko Mladic sem grunaður er um stríðsglæpi áður en samningar eru gerðir. Rehn sagði að ESB krefðist fullrar samvinnu Serba við Stríðsglæpadómstól ESB í Haag. Belgrad hefði þó sýnt marktækan árangur sérstaklega frá síðasta vori.

Lönd ESB senda nú hvert í kapp við annað jákvæð skilaboð til Serbíu fyrir úrslitaumferð forsetakosninganna 3. febrúar þar sem róttæki þjóðernissinninn Tomislav Nikolic keppir við Boris Tadic núverandi forseta sem er hallur undir Vesturlönd og Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×