Bull og vitleysa um heilbrigðismál Óli Tynes skrifar 29. apríl 2008 16:31 Kaffi hægir ekki á vexti. MYND/Reallynatural.com Það er margt skrifað í kellingabækur. Um alla skapaða hluti. Árum og jafnvel öldum saman hefur fólki verið talin trú um allskonar vitleysu. Til dæmis um heilbrigðismál. Skoðum dæmi. Þú færð gigt af því að láta smella í fingraliðum. Það finnst mörgum slakandi að beygja fingur sína og láta smella í liðunum. Það losar líka um endorfín og getur næstum orðið vanabindandi. Það getur hinsvegar farið í taugarnar á öðrum og hefur kannski leitt til ofanritaðrar fullyrðingar. En hún er tóm tjara. Tyggigúmmí er sjö ár í maganum Nei. Tyggigúmmí er að mestu leyti úr tveim efnum. Sykri og einskonar gúmmíi. Það fyrrnefnda leysir líkaminn upp en hið síðara endar í klósettinu. Þú eyðileggur í þér augun við að sitja of nálægt sjónvarpi Þetta er svo gömul saga að ömmu var sögð hún. Hún hefur kannski átt við einhver rök að styðjast þá, því útgeislunin frá skjánum var meiri. En það gerir þér ekkert mein í dag. Þú kvefast ef þér verður kalt Það er vírus sem veldur kvefi. Á veturna erum við meira innandyra og höfum gluggana meira lokaða. Það eru kjöraðstæður fyrir vírusa. Þessvegna kvefumst við oftar á veturna. Kaffi hamlar vexti Sumir foreldrar hafa notað þetta til þess að halda börnum sínum frá kaffibollanum. En þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það þýðir ekki að kaffi sé hollt fyrir börn. Of mikið koffín getur verið vanabindandi og gert börn óróleg. Ef þú borðar gulrætur sérðu betur á nóttunni Mömmur finna margar skemmtilegar leiðir til þess að fá börnin til að borða grænmeti. Gulrætur innihalda A-vítamín sem eru góð fyrir sjónina. En lengra nær það ekki. Ekki synda í klukkutíma eftir að þú hefur borðað Það er tómt bull að fólk fái krampa ef það fer í sund strax eftir mat. Þú getur orðið blind(ur) af sjálfsfróun. Tóm tjara. (Sjúkk) Erlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Það er margt skrifað í kellingabækur. Um alla skapaða hluti. Árum og jafnvel öldum saman hefur fólki verið talin trú um allskonar vitleysu. Til dæmis um heilbrigðismál. Skoðum dæmi. Þú færð gigt af því að láta smella í fingraliðum. Það finnst mörgum slakandi að beygja fingur sína og láta smella í liðunum. Það losar líka um endorfín og getur næstum orðið vanabindandi. Það getur hinsvegar farið í taugarnar á öðrum og hefur kannski leitt til ofanritaðrar fullyrðingar. En hún er tóm tjara. Tyggigúmmí er sjö ár í maganum Nei. Tyggigúmmí er að mestu leyti úr tveim efnum. Sykri og einskonar gúmmíi. Það fyrrnefnda leysir líkaminn upp en hið síðara endar í klósettinu. Þú eyðileggur í þér augun við að sitja of nálægt sjónvarpi Þetta er svo gömul saga að ömmu var sögð hún. Hún hefur kannski átt við einhver rök að styðjast þá, því útgeislunin frá skjánum var meiri. En það gerir þér ekkert mein í dag. Þú kvefast ef þér verður kalt Það er vírus sem veldur kvefi. Á veturna erum við meira innandyra og höfum gluggana meira lokaða. Það eru kjöraðstæður fyrir vírusa. Þessvegna kvefumst við oftar á veturna. Kaffi hamlar vexti Sumir foreldrar hafa notað þetta til þess að halda börnum sínum frá kaffibollanum. En þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það þýðir ekki að kaffi sé hollt fyrir börn. Of mikið koffín getur verið vanabindandi og gert börn óróleg. Ef þú borðar gulrætur sérðu betur á nóttunni Mömmur finna margar skemmtilegar leiðir til þess að fá börnin til að borða grænmeti. Gulrætur innihalda A-vítamín sem eru góð fyrir sjónina. En lengra nær það ekki. Ekki synda í klukkutíma eftir að þú hefur borðað Það er tómt bull að fólk fái krampa ef það fer í sund strax eftir mat. Þú getur orðið blind(ur) af sjálfsfróun. Tóm tjara. (Sjúkk)
Erlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira