Bull og vitleysa um heilbrigðismál Óli Tynes skrifar 29. apríl 2008 16:31 Kaffi hægir ekki á vexti. MYND/Reallynatural.com Það er margt skrifað í kellingabækur. Um alla skapaða hluti. Árum og jafnvel öldum saman hefur fólki verið talin trú um allskonar vitleysu. Til dæmis um heilbrigðismál. Skoðum dæmi. Þú færð gigt af því að láta smella í fingraliðum. Það finnst mörgum slakandi að beygja fingur sína og láta smella í liðunum. Það losar líka um endorfín og getur næstum orðið vanabindandi. Það getur hinsvegar farið í taugarnar á öðrum og hefur kannski leitt til ofanritaðrar fullyrðingar. En hún er tóm tjara. Tyggigúmmí er sjö ár í maganum Nei. Tyggigúmmí er að mestu leyti úr tveim efnum. Sykri og einskonar gúmmíi. Það fyrrnefnda leysir líkaminn upp en hið síðara endar í klósettinu. Þú eyðileggur í þér augun við að sitja of nálægt sjónvarpi Þetta er svo gömul saga að ömmu var sögð hún. Hún hefur kannski átt við einhver rök að styðjast þá, því útgeislunin frá skjánum var meiri. En það gerir þér ekkert mein í dag. Þú kvefast ef þér verður kalt Það er vírus sem veldur kvefi. Á veturna erum við meira innandyra og höfum gluggana meira lokaða. Það eru kjöraðstæður fyrir vírusa. Þessvegna kvefumst við oftar á veturna. Kaffi hamlar vexti Sumir foreldrar hafa notað þetta til þess að halda börnum sínum frá kaffibollanum. En þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það þýðir ekki að kaffi sé hollt fyrir börn. Of mikið koffín getur verið vanabindandi og gert börn óróleg. Ef þú borðar gulrætur sérðu betur á nóttunni Mömmur finna margar skemmtilegar leiðir til þess að fá börnin til að borða grænmeti. Gulrætur innihalda A-vítamín sem eru góð fyrir sjónina. En lengra nær það ekki. Ekki synda í klukkutíma eftir að þú hefur borðað Það er tómt bull að fólk fái krampa ef það fer í sund strax eftir mat. Þú getur orðið blind(ur) af sjálfsfróun. Tóm tjara. (Sjúkk) Erlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Það er margt skrifað í kellingabækur. Um alla skapaða hluti. Árum og jafnvel öldum saman hefur fólki verið talin trú um allskonar vitleysu. Til dæmis um heilbrigðismál. Skoðum dæmi. Þú færð gigt af því að láta smella í fingraliðum. Það finnst mörgum slakandi að beygja fingur sína og láta smella í liðunum. Það losar líka um endorfín og getur næstum orðið vanabindandi. Það getur hinsvegar farið í taugarnar á öðrum og hefur kannski leitt til ofanritaðrar fullyrðingar. En hún er tóm tjara. Tyggigúmmí er sjö ár í maganum Nei. Tyggigúmmí er að mestu leyti úr tveim efnum. Sykri og einskonar gúmmíi. Það fyrrnefnda leysir líkaminn upp en hið síðara endar í klósettinu. Þú eyðileggur í þér augun við að sitja of nálægt sjónvarpi Þetta er svo gömul saga að ömmu var sögð hún. Hún hefur kannski átt við einhver rök að styðjast þá, því útgeislunin frá skjánum var meiri. En það gerir þér ekkert mein í dag. Þú kvefast ef þér verður kalt Það er vírus sem veldur kvefi. Á veturna erum við meira innandyra og höfum gluggana meira lokaða. Það eru kjöraðstæður fyrir vírusa. Þessvegna kvefumst við oftar á veturna. Kaffi hamlar vexti Sumir foreldrar hafa notað þetta til þess að halda börnum sínum frá kaffibollanum. En þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það þýðir ekki að kaffi sé hollt fyrir börn. Of mikið koffín getur verið vanabindandi og gert börn óróleg. Ef þú borðar gulrætur sérðu betur á nóttunni Mömmur finna margar skemmtilegar leiðir til þess að fá börnin til að borða grænmeti. Gulrætur innihalda A-vítamín sem eru góð fyrir sjónina. En lengra nær það ekki. Ekki synda í klukkutíma eftir að þú hefur borðað Það er tómt bull að fólk fái krampa ef það fer í sund strax eftir mat. Þú getur orðið blind(ur) af sjálfsfróun. Tóm tjara. (Sjúkk)
Erlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira