Tónleikarnir hófust kl. 17 og voru stærstu nöfnin Björk og Sigur Rós en einnig komu Ólöf Arnalds og Ghostdigital fram. Rúmlega 30 þúsund manns munu hafa lagt leið sína í brekkuna fyrir ofan þvottalaugarnar. Tónleikarnir voru einnig sýndir beint á netinu, þar sem að 2,5 milljónir manna fylgdust með.





