Innlent

Ætlaði ekki að setjast í helgan stein

Sigríður Anna Þórðardóttir
Sigríður Anna Þórðardóttir

„Ég hlakkað mjög mikið til og þetta er mjög spennandi verkefni," segir Sigríður Anna Þórðardóttir sem í dag var skipuð sendiherra frá og með 1.júlí í sumar. Sigríður segist ekki geta gefið upp hvar hún verður sendiherra en telur sig mjög hæfa til þess að gegna starfinu.

Ekki er hægt að gefa upp hvar Sigríður Anna verður sendiherra þar sem það á eftir að láta viðkomandi ríki vita. Vaninn er sá að ekki er tilkynnt um það fyrr en frá því er gengið.

Sigríður Anna segir að reynsla sín sem fyrrverandi þingmaður og ráðherra komi til með að nýtast sér vel. Einnig hefur hún verið sveitastjórnarmaður í litlu þorpi og hefur hún reynslu sem kennari. „Ég tel mig því vera með mjög fjölþætta reynslu."

Sigríður segist ekki hafa stefnt að þessu beint og það hafi því verið mjög kærkomið tækifæri að fá þetta tilboð. „Ég vil enn starfa að spennandi verkefnum en ekki setjast í helgan stein," segir Sigríður sem er 61 árs.

Hún segist ennfremur ekki vita hversu lengi hún muni vera sendiherra en nefnir þar nokkur ár. „Það fer nú bara eftir því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×