Erlent

Níu látnir í óveðri í Bandaríkjunum og Kanada

Flugfarþegi á JFK flugvelli í New York.
Flugfarþegi á JFK flugvelli í New York. MYND/AFP
Að minnsta kosti átta manns eru látnir í Bandaríkjunum og tugir þúsunda eru rafmagnslausir í Kanada eftir óveður sem gengið hefur yfir með mikilli snjókomu og sterkum vindi. Ontario og Quebec hafa orðið hvað verst úti í Kanada.

Fimm eru látnir í Ohio af völdum veðursins, tveir í New York og einn í Tennessee. Ohio ríki varð hvað verst fyrir barðinu á storminum.

Í Columbus féll 98 ára gamalt snjómet þegar 50 sentimetrar af snjó féllu í borginni samkvæmt upplýsingum Bandarísku veðurstofunnar. Víða eru hraðbrautir lokaðar og um tvö þúsund umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt vegna veðursins. Miklar tafir hafa einnig orðið á flugi á Cleveland Hopkins alþjóðaflugvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×