Innlent

Engar ákvarðanir teknar fyrr en farið hefur verið yfir nýja rekstraráætlun

Björn Bjarnason og fulltrúar úr ráðuneyti hans funduðu með fulltrúum lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun.
Björn Bjarnason og fulltrúar úr ráðuneyti hans funduðu með fulltrúum lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun. MYND/Stefán

Fulltrúar lögreglustjóranembættisins á Suðurnesjum lögðu fram upplýsingar vegna nýrrar rekstraráætlunar fyrir þetta ár á fundi sínum með dómsmálaráðherra og fulltrúum úr ráðuneyti hans í morgun.

Þetta kemur fam í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Þar segir að málið sé í vinnuferli og því verða engar ákvarðanir um aðgerðir teknar fyrr en niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir.

Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 gæti lögreglan á Suðurnesjum þurft að draga verulega saman í rekstri þar sem rekstaráætlun embættisins fyrir árið 2008 gerir ráð fyrir 200 milljónum króna umfram fjárheimildir. Þar hefur einnig komið fram að lögreglumönnum hjá embættinu hafi fækkað um tuttugu prósent frá því að lögregla, sýslumaður og tollembættið á Suðurnesjum voru sameinuð í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×