Erlent

Zimbabwe: Svartir fá stjórn fyrirtækja

Robert Mugabe hefur verið forseti Zimbabwe í 28 ár.
Robert Mugabe hefur verið forseti Zimbabwe í 28 ár. MYND/AFP

Robert Mugabe forseti Zimbabwe hefur undirritað ný lög sem flytja meirihluta eignarhalds allra fyrirtækja til innfæddra íbúa landsins. Nýju lögin þýða að fyrirtæki í eigu útlendinga og hvítra þurfa að afsala sér að minnsta kosti 51 prósent eignarhluts til svartra.

Þingmenn samþykktu frumvarpið í september en samþykki forsetans var tilkynnt í gær í ríkisrekna dagblaðinu Sunday Mail.

Tæpar þrjár vikur eru til forsetakosninga í Zimbabwe en þær fara fram 29. mars næstkomandi. Kosningarnar ógna forsetastóli Mugabe eftir að hafa ríkt í fimm kjörtímabil eða 28 ár. Þá mætir hann áhrifamiklum andstæðingum sem bjóða sig fram gegn honum, Simba Makoni mikilsmetnum stjórnmálamanni í eigin flokki og Morgan Tsvangirai leiðtoga stjórnarandstöðuflokks.

Á valdatíma Mugabe hefur efnahagsástand hrapað, þar ríkir óðaverðbólga og íbúar hafa á tímum liðið bæði matar- og rafmagnsskort.

Ef ráðherra þjóðnýtingarmála og breytir ekki hlutfallinu, gætu nokkrir bankar, námufyrirtæki og símafyrirtæki, auk annarra erlendra fyrirtækja, þurft að afsala sér völdum.

Þegar frumvarpið var kynnt á síðasta ári lýsti það innfæddum Zimbabwebúa sem „þeirri persónu sem fyrir 18. apríl 1980, hefði orðið fyrir óhagræði vegna mismununar af völdum kynþáttar, og allir afkomendur slíkrar persónu."

Zimbabwe hlaut sjálfstæði frá Bretum þann dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×